Erlent

Sjö látnir eftir að flugvél hrapaði á hraðbraut í Bretlandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flugvélin hrapaði á hraðbraut.
Flugvélin hrapaði á hraðbraut. mynd/youtube
Sjö eru látnir eftir að flugvél hrapaði á bifreiðar í Vestur-Sussex sýslu í Bretlandi í dag. Flugvélin var að taka þátt í flugsýningu er atvikið átti sér stað. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fimmtán til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús vegna áverka sem þeir hlutu. Einn þeirra er lífshættulega slasaður. Flugvélin hrapaði skammt frá A27 hraðbrautinni og lenti á bílum. Vegurinn verður lokaður næstu klukkustundirnar.

„Flugvélin var af gerðinni Hawker Hunter T,“ segir sjónarvottur. „Hún var nýkomin á loft og flugmaðurinn ætlaði að taka lykkju sem mistókst með þeim afleiðingum að vélin hrapaði. 

Hér að neðan má sjá myndband af því er flugvélin missir flug. Varað er við myndbandinu þar sem það getur vakið óhug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×