Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að kaupa vörur fyrir rúma hálfa milljón. Þá stakk hann af frá reikningi á Hótel Sögu. Fjársvik Reece Scobie Bretinn sem handtekinn var þann 6. ágúst síðastliðinn í verslun iSímans í Skipholti hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn sem er breskur ríkisborgari heitir Reece Scobie og er grunaður um að hafa stundað fjársvik hér á landi með fölsuðum kreditkortum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Ólafur Helgi KjartanssonÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn vera grunaðan um umtalsverð svik með kreditkortum hér á landi. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og mun málið skýrast fljótlega. Á þessu stigi er ekki mikið sem ég get sagt nema að hann er grunaður um umtalsverð svik með kreditkortum hverra númer eru illa fengin,“ segir Ólafur.Fjársvik Reece ScobieScobie kom til landsins þann 17. júní síðastliðinn og var úrskurðaður í farbann skömmu síðar vegna gruns um kreditkortasvik við farmiðakaup hjá Icelandair. Hann var því í farbanni þegar hann var handtekinn í ágúst. „Hann framdi einnig brot á meðan hann var í farbanni, það er alveg ljóst. Mál hans kom upp fljótlega eftir að hann kom hingað til lands. Við báðum um gæsluvarðhald yfir honum en Hæstiréttur taldi farbann nægja. Seinna kom í ljós að hann hélt áfram að brjóta af sér,“ segir Ólafur. Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi.Fréttablaðið greindi frá því í gær að maðurinn hefði verið handtekinn í verslun iSímans fyrir rúmum tveimur vikum. Hann hafði þá pantað tvo iPhone-farsíma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun iSímans með þremur mismunandi kreditkortum. Tómas Kristjánsson, eiganda iSímans, grunaði að ekki væri allt með felldu þegar þrjár pantanir fyrir háar upphæðir komu í gegnum netverslun, allt á sama nafni, en greitt var með mismunandi kreditkortum. Tómas fékk þær upplýsingar frá Valitor að kortin væru öll hvert frá sínu landinu og hafði hann þá samband við lögreglu. Scobie stakk einnig af frá reikningi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins notaði Scobie fölsuð kort í fleiri verslunum á landinu og lét senda vörur til sín á hótel. Upphæðir svikanna hlaupa á milljónum. Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxushótelum úti um allan heim með fölsuðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við Frank Abagnale Jr. sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Abagnale Jr. tókst með eintómum blekkingum að starfa sem læknir og flugmaður án þess að hafa nokkurn tímann farið í nám.Reece Scobie og er grunaður um að hafa stundað hér á landi fjársvik með fölsuðum kreditkortum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Mynd/Tómas KristjánssonSamkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur breska lögreglan sýnt málinu áhuga og beðið um upplýsingar frá lögregluyfirvöldum. „Þetta mál vekur athygli og þurfa fyrirtæki og einstaklingar í viðskiptum að varast hugsanlegt misferli með kreditkort. Í þessum málum er það gjarnan svo að númer á kreditkortum ganga raunverulega kaupum og sölum á netinu, ef þú þekkir hvert þú átt að snúa þér,“ segir Ólafur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Fjársvik Reece Scobie Bretinn sem handtekinn var þann 6. ágúst síðastliðinn í verslun iSímans í Skipholti hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn sem er breskur ríkisborgari heitir Reece Scobie og er grunaður um að hafa stundað fjársvik hér á landi með fölsuðum kreditkortum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Ólafur Helgi KjartanssonÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn vera grunaðan um umtalsverð svik með kreditkortum hér á landi. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og mun málið skýrast fljótlega. Á þessu stigi er ekki mikið sem ég get sagt nema að hann er grunaður um umtalsverð svik með kreditkortum hverra númer eru illa fengin,“ segir Ólafur.Fjársvik Reece ScobieScobie kom til landsins þann 17. júní síðastliðinn og var úrskurðaður í farbann skömmu síðar vegna gruns um kreditkortasvik við farmiðakaup hjá Icelandair. Hann var því í farbanni þegar hann var handtekinn í ágúst. „Hann framdi einnig brot á meðan hann var í farbanni, það er alveg ljóst. Mál hans kom upp fljótlega eftir að hann kom hingað til lands. Við báðum um gæsluvarðhald yfir honum en Hæstiréttur taldi farbann nægja. Seinna kom í ljós að hann hélt áfram að brjóta af sér,“ segir Ólafur. Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi.Fréttablaðið greindi frá því í gær að maðurinn hefði verið handtekinn í verslun iSímans fyrir rúmum tveimur vikum. Hann hafði þá pantað tvo iPhone-farsíma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun iSímans með þremur mismunandi kreditkortum. Tómas Kristjánsson, eiganda iSímans, grunaði að ekki væri allt með felldu þegar þrjár pantanir fyrir háar upphæðir komu í gegnum netverslun, allt á sama nafni, en greitt var með mismunandi kreditkortum. Tómas fékk þær upplýsingar frá Valitor að kortin væru öll hvert frá sínu landinu og hafði hann þá samband við lögreglu. Scobie stakk einnig af frá reikningi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins notaði Scobie fölsuð kort í fleiri verslunum á landinu og lét senda vörur til sín á hótel. Upphæðir svikanna hlaupa á milljónum. Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxushótelum úti um allan heim með fölsuðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við Frank Abagnale Jr. sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Abagnale Jr. tókst með eintómum blekkingum að starfa sem læknir og flugmaður án þess að hafa nokkurn tímann farið í nám.Reece Scobie og er grunaður um að hafa stundað hér á landi fjársvik með fölsuðum kreditkortum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.Mynd/Tómas KristjánssonSamkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur breska lögreglan sýnt málinu áhuga og beðið um upplýsingar frá lögregluyfirvöldum. „Þetta mál vekur athygli og þurfa fyrirtæki og einstaklingar í viðskiptum að varast hugsanlegt misferli með kreditkort. Í þessum málum er það gjarnan svo að númer á kreditkortum ganga raunverulega kaupum og sölum á netinu, ef þú þekkir hvert þú átt að snúa þér,“ segir Ólafur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira