Erlent

Portman: Gyðingar einblína of mikið á helförina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Natalie Portman
Natalie Portman vísir/getty
Leikkonan Natalie Portman kallar eftir því að gyðingar hætti að leggja jafn mikla áherslu á helförina og raun ber vitni. Alls létust um ellefu milljónir manns í helförinni en leikkonunni þykir undarlegt að svona mikil áhersla sé lögð á atburðina umfram önnur stríð og þjóðarmorð.

Portman fæddist í Jerúsalem og bjó þar fram til þriggja ára aldurs. Þá fluttist fjölskylda hennar til Bandaríkjanna en þar lærði hún í gyðingaskóla. Þar var stór hluti námsins helgaður helförinni og atburðum þeim er leiddu til stofnunar Ísraelsríkis.

„Samfélag gyðinga verður að spyrja sig að því hve mikil áhersla á að vera lögð á helförina. Helförin var hræðileg og hún má ekki gleymast en það eru aðrir hlutir þar sem það sama á við,“ segir Portman í viðtali við The Independent.

„Þegar ég var í skóla áttu þjóðarmorð sér enn stað víða um heim. Samt lærðum við aðeins um helförina. Það verður að segja frá helförinni en aðrir hlutir mega ekki falla í skuggann af henni. Hatur fyrirfinnst á öllum tímum og við verðum að muna að fjölmargir aðrir hópar hafa orðið fyrir hatri líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×