Erlent

Malala dúxaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Malala Yousafzai hefur orðið mörgum mikil hvatning.
Malala Yousafzai hefur orðið mörgum mikil hvatning. Vísir/Getty
Hinni 18 ára gamla baráttukona, Malala Yousafzai, yngsta einstaklingnum til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, gekk alveg einstaklega vel á lokaprófum sínum í Bretlandi, svokölluðum GCSE-prófum, sem fram fóru fyrr á árinu.

Malala gengur í skóla í Birmingham og fékk A* einkunn í líffræði, efnafræði, eðlisfræði og trúarbragðafræði. Í sögu, landafræði, ensku og enskum bókmenntum fékk Malala einkunina A. Malala hefur helgað líf sitt að því að berjast fyrir því því að ungar stúlkur fái aukin aðgang að menntun.

GCSE-prófin eru stöðluð lokapróf sem flestir nemendur í Englandi, Wales og N-Írlandi þreyta á lokaári skyldumenntunar sinnar. Gefnar eru einkunir á skalanum A*-G.

Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2014Vísir/Getty
Komst lífs af eftir að hafa verið skotin í hausinn af Talíbönum

Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar.

Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið.

Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“


Tengdar fréttir

Stúlka sem breytir heiminum

Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×