Uppbótartíminn: KR-ingar náðu ekki neinu flugi | Myndbönd 21. ágúst 2015 11:00 Bjarni Þór og félagar í FH eru á góðri siglingu. vísir/anton Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH rúllaði yfir slakt lið Stjörnunnar á heimavelli og náðu sex stiga forskot á KR sem sneri við frá Eyjum vegna þoku við takmarkaða hrifningu fólks. Jonathan Glenn skoraði þrennu í sigri Breiðabliks á ÍA og Fjölnismenn misstu af gullnu tækifæri til að komast upp í 4. sætið þegar þeir gerðu jafntefli við nýkrýnda bikarmeistara Vals. Víkingur og Leiknir skildu jöfn í dramatískum leik og Fylkir og Keflavík gerðu sömuleiðis jafntefli í ótrúlegum leik.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 4-0 StjarnanBreiðablik 3-1 ÍAVíkingur 1-1 LeiknirFylkir 3-3 KeflavíkFjölnir 1-1 ValurErlendur fór létt með að dæma tvo stórleiki á þremur dögum.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Fimleikafélagið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og slátraði áhugalausum Stjörnumönnum í Kaplakrika. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í sumar og hefðu hæglega getað skorað fleiri en fjögur mörk. FH hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist vera að toppa á réttum tíma. Sóknarleikurinn er í góðum gír og FH-ingar héldu auk þess hreinu í fyrsta sinn síðan í 7. umferð. Þeir eru líklegastir til að vinna Íslandsmeistaratitilinn eins og staðan er núna.... Jonathan Glenn Trínídadinn hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Breiðabliks og verið algjör himnasending fyrir þá grænklæddu. Glenn var í miklum ham gegn ÍA og skoraði öll þrjú mörk Blika sem eru fjórum stigum á eftir toppliði FH. Glenn er auk þess orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með níu mörk. Það skilur enginn af hverju ÍBV lét hann fara.... Erlend Eiríksson Málarameistarinn dæmdi bikarúrslitaleikinn á laugardaginn óaðfinnanlega og var svo mættur í Kaplakrika á mánudaginn til að dæma leik FH og Stjörnunnar. Erlendur blés ekki úr nös og hafði góð tök á leiknum. Erlendur hefur verið jafnbesti dómari deildarinnar í sumar og hefur sennilega aldrei verið betri.Schoop og félagar komust ekki til Eyja og fengu bágt fyrir.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Milos Milojevic „Það var ekkert leikplan hjá Leiknismönnum. Það var bara leikrit hjá þeim. Ég virði kollega mína báða en annar þeirra er að vinna fyrir KSÍ og á að vera öðrum til fyrirmyndar. Mér fannst hann ekki gera það í kvöld en ég ætla ekki að tjá mig meira um það.“ Þetta sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir jafntefli sinna manna við Leikni. Milos hjólaði í Frey Alexandersson, kollega sinn hjá Leikni sem er einnig þjálfari kvennalandsliðsins. Freyr og samþjálfari hans, Davíð Snorri Jónasson, eru ekki barnanna bestir á hliðarlínunni í leikjum en Milos hefði mátt rökstyðja mál sitt betur en þessi ummæli virkuðu sem hálfgert neðanbeltishögg.... Stjörnuna Íslandsmeistararnir voru ævintýralega andlausir og slakir á móti FH í Krikanum, sama stað og þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn eftirminnilega í fyrra. Stjörnuliðið er ekki svipur að sjón síðan þá og titilvörn þess er hálf vandræðaleg. Og til að bæta gráu ofan á svart misstu Garðbæingar Ólaf Karl Finsen til Sandnes Ulf í Noregi í vikunni.... orðspor KR KR er sigursælasta en jafnframt hataðasta lið landsins. Uppákoman í gær þegar leikmenn liðsins komust ekki til Eyja í leik gegn ÍBV jók ekki á vinsældir Vesturbæjarliðsins en margir hneykluðust á framferði KR-inga og sökuðu þá um virðingar- og fyrirhyggjuleysi. KR vann allavega enga vinsældakosningu í gær og það verður eflaust baulað hressilega á þá í Eyjum í kvöld þegar leikurinn fer (vonandi) fram.Það var boðið til markaveislu í Lautinni.vísir/antonTölfræðin og sagan:*Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 14 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur skorað í 7 af síðustu 8 leikjum þar sem hann hefur byrjað inná með ÍBV og Breiðabliki í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur skorað öll fimm mörk sín í Pepsi-deildinni á Kópavogsvelli í sama markið. *Fyrsti leikur FH í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að báðir Atlarnir eru meðal markaskorara. *Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur átt þátt í undirbúningi 7 af síðustu 8 marka FH-liðsins í Pepsi-deildinni. *Stærsta tap ríkjandi Íslandsmeistara síðan að KR tapaði 4-0 á móti Breiðabliki 16. september 2012. *Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í sex leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (3 sigrar, 3 jafntefli). *Halldór hefur skorað þrjú síðustu mörk Leiknis í Pepsi-deildinni, miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson tvö þeirra en það þriðja skoraði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson í rangt mark. *Víkingar hafa aðeins náð í 9 stig af 21 mögulegu í Pepsi-deildinni á móti liðunum fjórum fyrir neðan sig í töflunni. *Víkingar hafa náð í stig í öllum sjö leikjunum þar sem Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið í byrjunarliðinu í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar, 4 jafntefli). *Fylkir hefur aðeins náð í 1 stig og fengið á sig 7 mörk í fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. *Fylkismenn skoruðu einu marki meira í fyrri hálfleik á móti Keflavík (3) heldur en í fyrri hálfeik í fyrstu fimmtán leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (2). *5 af 7 mörkum Alberts Brynjars Ingasonar fyrir Fylki í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið í jafnteflisleikjum og tapleikjum. *Martin Hummervoll hefur átt beinan þátt í öllum 4 mörkum Keflavíkurliðsins í síðustu 2 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Aron Sigurðarson hefur skorað 4 af 7 mörkum sínum í efstu deild á móti Val. *Fjölnismenn hafa bara tapað 1 af síðustu 14 heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni (7 sigrar, 6 jafntefli, 1 tap). *Einar Karl Ingvarsson hefur skorað tvö mörk í Pepsi-deildinni síðustu tvö tímabil, annað fyrir Fjölni á móti Val 2014 og hitt fyrir Val á móti Fjölni 2015. *Fyrsta mark Vals í Pepsi-deildinni síðan 10. júlí þar sem Patrick Pedersen á ekki beinan þátt í markinu (mark eða stoðsending).Ingvar Þór Kale fékk á sig ævintýralegt mark í Grafarvoginum.vísir/antonSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli:„Það eru afar fáir á vellinum, það verður að segjast alveg eins og því. Það er sorglegt fyrir nýkrýnda bikarmeistara að fá sjá örfáa tugi rauðklæddra stuðningsmanna Vals í stúkunni. Þvílíkur brandari.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Þvílíkt konfekt sem þessi sókn var. FH-ingar sundurspila Stjörnuliðið sem endar með fyrirgjöf frá Atla á Emil sem stangar boltann í netið. Takið þetta upp og sýnið börnunum ykkar, þetta var frábær spilamennska.“Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli: „Hér er mætingin svo góð að það er búið að opna gömlu stúkuna. Að vísu hefur enginn þegið boðið þannig að hún er tóm eins og er.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Nú rétt í þessu var TVG Zimsen borðinn sem var strengdur á milli varamannaskýlanna að falla niður. Ein spýta virtist halda honum uppi. Hún datt.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jonathan Glenn, Breiðablik - 9 Danny Schreurs, Leiknir - 3 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 3 Heiðar Ægisson, Stjarnan - 3 Jeppe Hansen, Stjarnan - 3 Hörður Árnason, Stjarnan - 3 Emil Atlason, Valur - 3Umræðan #pepsi365Veðurguðirnir sjá um sína. Ég kemst á ÍBV - KR á morgun. Eyjar á morgun. (Staðfest) #fotboltinet#pepsi365#frestun#friðgeirsvaktin — Friðgeir Bergsteinss (@fridgeirb85) August 20, 2015Erum harðir allir sem einn segir í laginu hjá KR, ekki beint hægt að segja að þeir hafi verið harðir í dag #fotboltinet#pepsi365 — Halldór G Jónsson (@Dorijons1) August 20, 2015Hlaupin hjá Emil Páls inn í teig eru svo vel tímasett og flott. Og skila mörkum. Hann og Arnþór Ari gera þetta best í Pepsi. #pepsi365 — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) August 20, 2015#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/LqX4dOqFDN — Heiðar Örn (@vikinggiant) August 20, 2015Þvílík skömm af þessari frestun fyrir KR. Meira í Pepsimörkunum í kvöld. #pepsi365 — Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) August 20, 2015Dómaratríóið klárt! #BlazRoca#ReynirPétur#BobBob#fotboltinet#Pepsi365#leiknisljonin#Dómaratríópic.twitter.com/zPzwhyttgY — Leiknisljónin (@Leiknisljonin) August 19, 2015Hvaða stílisti er að bjóða upp á þrír fyrir einn tilboð? #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/LiTPxzaDxd — Maggi Peran (@maggiperan) August 17, 2015Grasið er grænt,himininn blár,Gulli heldur hreinu og Atli Viðar skorar.. Akkurat ekkert nýtt í þessu. #fotboltinet#pepsi365 — Aron Elis (@AronElisArnason) August 17, 2015Mark 16. umferðar Atvik 16. umferðar Markasyrpa 16. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH rúllaði yfir slakt lið Stjörnunnar á heimavelli og náðu sex stiga forskot á KR sem sneri við frá Eyjum vegna þoku við takmarkaða hrifningu fólks. Jonathan Glenn skoraði þrennu í sigri Breiðabliks á ÍA og Fjölnismenn misstu af gullnu tækifæri til að komast upp í 4. sætið þegar þeir gerðu jafntefli við nýkrýnda bikarmeistara Vals. Víkingur og Leiknir skildu jöfn í dramatískum leik og Fylkir og Keflavík gerðu sömuleiðis jafntefli í ótrúlegum leik.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 4-0 StjarnanBreiðablik 3-1 ÍAVíkingur 1-1 LeiknirFylkir 3-3 KeflavíkFjölnir 1-1 ValurErlendur fór létt með að dæma tvo stórleiki á þremur dögum.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Fimleikafélagið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og slátraði áhugalausum Stjörnumönnum í Kaplakrika. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í sumar og hefðu hæglega getað skorað fleiri en fjögur mörk. FH hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist vera að toppa á réttum tíma. Sóknarleikurinn er í góðum gír og FH-ingar héldu auk þess hreinu í fyrsta sinn síðan í 7. umferð. Þeir eru líklegastir til að vinna Íslandsmeistaratitilinn eins og staðan er núna.... Jonathan Glenn Trínídadinn hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Breiðabliks og verið algjör himnasending fyrir þá grænklæddu. Glenn var í miklum ham gegn ÍA og skoraði öll þrjú mörk Blika sem eru fjórum stigum á eftir toppliði FH. Glenn er auk þess orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með níu mörk. Það skilur enginn af hverju ÍBV lét hann fara.... Erlend Eiríksson Málarameistarinn dæmdi bikarúrslitaleikinn á laugardaginn óaðfinnanlega og var svo mættur í Kaplakrika á mánudaginn til að dæma leik FH og Stjörnunnar. Erlendur blés ekki úr nös og hafði góð tök á leiknum. Erlendur hefur verið jafnbesti dómari deildarinnar í sumar og hefur sennilega aldrei verið betri.Schoop og félagar komust ekki til Eyja og fengu bágt fyrir.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Milos Milojevic „Það var ekkert leikplan hjá Leiknismönnum. Það var bara leikrit hjá þeim. Ég virði kollega mína báða en annar þeirra er að vinna fyrir KSÍ og á að vera öðrum til fyrirmyndar. Mér fannst hann ekki gera það í kvöld en ég ætla ekki að tjá mig meira um það.“ Þetta sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir jafntefli sinna manna við Leikni. Milos hjólaði í Frey Alexandersson, kollega sinn hjá Leikni sem er einnig þjálfari kvennalandsliðsins. Freyr og samþjálfari hans, Davíð Snorri Jónasson, eru ekki barnanna bestir á hliðarlínunni í leikjum en Milos hefði mátt rökstyðja mál sitt betur en þessi ummæli virkuðu sem hálfgert neðanbeltishögg.... Stjörnuna Íslandsmeistararnir voru ævintýralega andlausir og slakir á móti FH í Krikanum, sama stað og þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn eftirminnilega í fyrra. Stjörnuliðið er ekki svipur að sjón síðan þá og titilvörn þess er hálf vandræðaleg. Og til að bæta gráu ofan á svart misstu Garðbæingar Ólaf Karl Finsen til Sandnes Ulf í Noregi í vikunni.... orðspor KR KR er sigursælasta en jafnframt hataðasta lið landsins. Uppákoman í gær þegar leikmenn liðsins komust ekki til Eyja í leik gegn ÍBV jók ekki á vinsældir Vesturbæjarliðsins en margir hneykluðust á framferði KR-inga og sökuðu þá um virðingar- og fyrirhyggjuleysi. KR vann allavega enga vinsældakosningu í gær og það verður eflaust baulað hressilega á þá í Eyjum í kvöld þegar leikurinn fer (vonandi) fram.Það var boðið til markaveislu í Lautinni.vísir/antonTölfræðin og sagan:*Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 14 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur skorað í 7 af síðustu 8 leikjum þar sem hann hefur byrjað inná með ÍBV og Breiðabliki í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur skorað öll fimm mörk sín í Pepsi-deildinni á Kópavogsvelli í sama markið. *Fyrsti leikur FH í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að báðir Atlarnir eru meðal markaskorara. *Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur átt þátt í undirbúningi 7 af síðustu 8 marka FH-liðsins í Pepsi-deildinni. *Stærsta tap ríkjandi Íslandsmeistara síðan að KR tapaði 4-0 á móti Breiðabliki 16. september 2012. *Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í sex leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (3 sigrar, 3 jafntefli). *Halldór hefur skorað þrjú síðustu mörk Leiknis í Pepsi-deildinni, miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson tvö þeirra en það þriðja skoraði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson í rangt mark. *Víkingar hafa aðeins náð í 9 stig af 21 mögulegu í Pepsi-deildinni á móti liðunum fjórum fyrir neðan sig í töflunni. *Víkingar hafa náð í stig í öllum sjö leikjunum þar sem Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið í byrjunarliðinu í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar, 4 jafntefli). *Fylkir hefur aðeins náð í 1 stig og fengið á sig 7 mörk í fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. *Fylkismenn skoruðu einu marki meira í fyrri hálfleik á móti Keflavík (3) heldur en í fyrri hálfeik í fyrstu fimmtán leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar (2). *5 af 7 mörkum Alberts Brynjars Ingasonar fyrir Fylki í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið í jafnteflisleikjum og tapleikjum. *Martin Hummervoll hefur átt beinan þátt í öllum 4 mörkum Keflavíkurliðsins í síðustu 2 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Aron Sigurðarson hefur skorað 4 af 7 mörkum sínum í efstu deild á móti Val. *Fjölnismenn hafa bara tapað 1 af síðustu 14 heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni (7 sigrar, 6 jafntefli, 1 tap). *Einar Karl Ingvarsson hefur skorað tvö mörk í Pepsi-deildinni síðustu tvö tímabil, annað fyrir Fjölni á móti Val 2014 og hitt fyrir Val á móti Fjölni 2015. *Fyrsta mark Vals í Pepsi-deildinni síðan 10. júlí þar sem Patrick Pedersen á ekki beinan þátt í markinu (mark eða stoðsending).Ingvar Þór Kale fékk á sig ævintýralegt mark í Grafarvoginum.vísir/antonSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli:„Það eru afar fáir á vellinum, það verður að segjast alveg eins og því. Það er sorglegt fyrir nýkrýnda bikarmeistara að fá sjá örfáa tugi rauðklæddra stuðningsmanna Vals í stúkunni. Þvílíkur brandari.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Þvílíkt konfekt sem þessi sókn var. FH-ingar sundurspila Stjörnuliðið sem endar með fyrirgjöf frá Atla á Emil sem stangar boltann í netið. Takið þetta upp og sýnið börnunum ykkar, þetta var frábær spilamennska.“Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli: „Hér er mætingin svo góð að það er búið að opna gömlu stúkuna. Að vísu hefur enginn þegið boðið þannig að hún er tóm eins og er.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Nú rétt í þessu var TVG Zimsen borðinn sem var strengdur á milli varamannaskýlanna að falla niður. Ein spýta virtist halda honum uppi. Hún datt.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Jonathan Glenn, Breiðablik - 9 Danny Schreurs, Leiknir - 3 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 3 Heiðar Ægisson, Stjarnan - 3 Jeppe Hansen, Stjarnan - 3 Hörður Árnason, Stjarnan - 3 Emil Atlason, Valur - 3Umræðan #pepsi365Veðurguðirnir sjá um sína. Ég kemst á ÍBV - KR á morgun. Eyjar á morgun. (Staðfest) #fotboltinet#pepsi365#frestun#friðgeirsvaktin — Friðgeir Bergsteinss (@fridgeirb85) August 20, 2015Erum harðir allir sem einn segir í laginu hjá KR, ekki beint hægt að segja að þeir hafi verið harðir í dag #fotboltinet#pepsi365 — Halldór G Jónsson (@Dorijons1) August 20, 2015Hlaupin hjá Emil Páls inn í teig eru svo vel tímasett og flott. Og skila mörkum. Hann og Arnþór Ari gera þetta best í Pepsi. #pepsi365 — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) August 20, 2015#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/LqX4dOqFDN — Heiðar Örn (@vikinggiant) August 20, 2015Þvílík skömm af þessari frestun fyrir KR. Meira í Pepsimörkunum í kvöld. #pepsi365 — Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) August 20, 2015Dómaratríóið klárt! #BlazRoca#ReynirPétur#BobBob#fotboltinet#Pepsi365#leiknisljonin#Dómaratríópic.twitter.com/zPzwhyttgY — Leiknisljónin (@Leiknisljonin) August 19, 2015Hvaða stílisti er að bjóða upp á þrír fyrir einn tilboð? #fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/LiTPxzaDxd — Maggi Peran (@maggiperan) August 17, 2015Grasið er grænt,himininn blár,Gulli heldur hreinu og Atli Viðar skorar.. Akkurat ekkert nýtt í þessu. #fotboltinet#pepsi365 — Aron Elis (@AronElisArnason) August 17, 2015Mark 16. umferðar Atvik 16. umferðar Markasyrpa 16. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira