Erlent

Svíþjóðardemókratar stærstir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svíþjóðardemókratar undir forystu Jimmie Åkesson mælast með stuðning fjórðungs kjósenda, litlu meira en jafnaðarmenn.
Svíþjóðardemókratar undir forystu Jimmie Åkesson mælast með stuðning fjórðungs kjósenda, litlu meira en jafnaðarmenn. Vísir/AFP
Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkurinn í Svíþjóð með rúmlega 25 prósenta fylgi. Þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn mælist stærstur.

Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 23,4 prósent í könnuninni en Moderatarna 21 prósent. Könnunin var gerð af YouGov fyrir dagblaðið Metro.

Flokkurinn, sem á rætur að rekja til nýnasisma, náði óvænt þrettán prósenta fylgi í síðustu þingkosningum og var þá þriðji stærsti flokkur landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×