Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðing SkySports um spænska boltann, náðu Real Madrid og Manchester United ekki að skila öllum pappírum til þess að ganga frá félagsskiptum David De Gea á réttum tíma.
Talið var að gengið yrði frá sölunni í kvöld og að Keylor Navas myndi ganga til liðs við Manchester United sem hluti af kaupverðinu en Balague greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að það hefði ekki gengið.
De Gea snýr því ekki aftur til Madrídar í sumar en hann ólst upp hjá erkifjendum Real Madrid í Atletico Madrid og lék tvö tímabil í spænsku úrvalsdeildinni.
De Gea á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester United og má því gera ráð fyrir að hann gangi til liðs við spænska stórveldið næsta sumar.
Balague: De Gea fer ekki til Real Madrid | Náðu ekki að skila skjölunum
Kristinn Páll Teitsson skrifar
