Viðskipti innlent

H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins

ingvar haraldsson skrifar
H&M hefur síðustu ár verið með stærsta markaðshlutdeild í fataverslun á Íslandi.
H&M hefur síðustu ár verið með stærsta markaðshlutdeild í fataverslun á Íslandi. vísir/getty
Sænska tískuvörukeðjan H&M segist ekki stefna á að opna verslun hér á landi samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis.

Í svarinu kemur fram að Ísland sé eitt fjölmargra áhugaverðar markaðssvæða fyrir H&M en eins og er sé engin fastmótuð áætlun um hvort eða hvenær H&M opni verslun hér á landi.



Sjá einnig: H&M gæti verið á leiðinni til landsins


Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Regins, sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að laða ætti heimsfræg vörumerki að Hörpureitnum svokallaða. Ráðgjafar fyrirtækisins vinni að því að kynna þá möguleika sem þar séu fyrir hendi.

„Það gera þeir á sýningum víða um heiminn og meðal þeirra aðila sem þeir munu ræða við er að sjálfsögðu H&M, sem þeir hafa einmitt starfað töluvert með á síðustu árum. Við erum þó að sjálf­sögðu í sam­tali við marga stóra aðila og höf­um raun­ar verið að skanna all­an markaðinn,“ sagði Helgi.



Sjá einnig: Fagna komu H&M of snemma: „Velkomin til Íslands“


H&M hefur á síðustu árin verið sú fataverslun sem hefur haft stærsta markaðshlutdeild á Íslandi. Samkvæmt gögnum úr gagnagrunni Meniga er þó að verða breyting þar á því frá apríl og fram í júní versluðu fleiri notendur Meniga hjá Lindex en H&M.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×