Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 12:24 Myndin hér að ofan er frá 9. maí árið 1995 og tekin í bænum Pakrac í austari hluta Króatíu. Þá höfðu 65 Serbar fengið sérstakt leyfi til þess að fá frelsi úr serbneskri hólmlendu sem króatíski herinn hafði tekið yfir. Vísir/AFP Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. Jovana er fædd í Króatíu en er Serbi og þegar stríðið braust út þurftu allir Serbar að flýja heimili sín. „Og reyna eftir bestu getu að berjast fyrir lífi sínu,“ skrifar Jovana á Facebook í stöðuuppfærslu sem hefur vakið mikla athygli í dag. Jovana vildi ekki koma í viðtal enda var erfitt fyrir hana að deila sögu sinni en gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta stöðuuppfærsluna. Hún birti hana í ljósi umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu þegar kemur að því að taka á móti flóttafólki.Ferðin til landsins ekki hættulaus Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum, tala sem margir vilja sjá hærri. Til að mynda hafa tæplega sjö þúsund líkað við síðu á Facebook sem skorar á stjórnvöld að taka frekar á móti fimm þúsund flóttamönnum en fimmtíu. Hins vegar hafa ekki allir verið jafn jákvæðir en Vísir tók saman ummæli við fyrstu fréttina sem birtist um skuldbindingu Íslands. Fréttina má lesa hér en ummælin voru af ýmsum toga: „Hvernig væri að brauðfæra okkar fólk áður en við brauðfærum aðra.“ „Nákvæmlega, hvað er í gangi. Þetta er allt sem vantar. Nóg komið af allskonar þjóðarbrotum á Íslandi. Kominn tími til að setja stopp á þetta.“ Jovana segist verða sorgmædd þegar hún sér ummæli á borð við þessi hér að ofan. För hennar til landsins var ekki auðveld. Fjölskylda hennar þurfti að bíða í langri bílaröð enda fjölskyldan ekki sú eina sem neyddist til að flýja heimalandið.Um sex þúsund flóttamenn hafa drukknað í sumar við að flýja stríðshrjáð heimalönd sín í Mið-Austurlöndum.vísir/getty„Þessi bílaröð var marga marga kílómetra löng og ekki komust allir lífandi úr henni þar sem sprengjur voru látnar falla á hana reglulega. Við sem betur fer komumst lífs af, alla leið til Serbíu og síðar meir til Íslands. Ég ætla mér ekki úti það sem beið okkar þar, komandi allslaus úr stríðslandi. En við lifðum það af.“Það er hægt að hjálpa bæði Íslendingum og flóttamönnum Fjölskyldan kom til Ísafjarðar þar sem tekið var á móti þeim. „Árið 1996, komum við svo til Ìsafjarðar sem flóttafólk í gegnum Rauða Krossinn, ásamt nokkrum fjölskyldum til viðbótar. Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni minni fengið að kynnast, fólk sem tók okkur að sér sem part af fjölskyldu sinni, fólk sem við systur getum kallað ömmu og afa, frændur og frænkur, fólk sem pabbi minn getur kallað foreldra sína, bræður og systur og svo framvegis,“ skrifar Jovana. „Þeim verðum við fjölskyldan ævinlega þakklát. Það sem mig langaði að segja með þessum skrifum mínum er það, að úr þessum flóttamannahópum sem komu til Íslands á þessum árum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa, stjórnmálafólk og svo lengi mætti áfram telja. Ég er búin að vera fylgjast með þessari umræðu núna í nokkra daga og að sjá það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda. Það að hjálpa fólki frá öðrum löndum þýðir ekki að við getum ekki hjálpað fólkinu „okkar“. Við getum gert bæði. Það er nefnilega málið.“Í ljósi umræðunnar um að hleypa flóttafólki inn í landið OKKAR langaði mig að segja ykkur aðeins frá æskuárunum mínu. Þ...Posted by Jovana Schally on Saturday, August 29, 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 Tyrkir ganga í lið með Bandaríkjunum eftir gífurlegan þrýsting Tyrkir réðust á ISIS í Sýrlandi úr lofti í dag. 29. ágúst 2015 23:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. Jovana er fædd í Króatíu en er Serbi og þegar stríðið braust út þurftu allir Serbar að flýja heimili sín. „Og reyna eftir bestu getu að berjast fyrir lífi sínu,“ skrifar Jovana á Facebook í stöðuuppfærslu sem hefur vakið mikla athygli í dag. Jovana vildi ekki koma í viðtal enda var erfitt fyrir hana að deila sögu sinni en gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta stöðuuppfærsluna. Hún birti hana í ljósi umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu þegar kemur að því að taka á móti flóttafólki.Ferðin til landsins ekki hættulaus Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum, tala sem margir vilja sjá hærri. Til að mynda hafa tæplega sjö þúsund líkað við síðu á Facebook sem skorar á stjórnvöld að taka frekar á móti fimm þúsund flóttamönnum en fimmtíu. Hins vegar hafa ekki allir verið jafn jákvæðir en Vísir tók saman ummæli við fyrstu fréttina sem birtist um skuldbindingu Íslands. Fréttina má lesa hér en ummælin voru af ýmsum toga: „Hvernig væri að brauðfæra okkar fólk áður en við brauðfærum aðra.“ „Nákvæmlega, hvað er í gangi. Þetta er allt sem vantar. Nóg komið af allskonar þjóðarbrotum á Íslandi. Kominn tími til að setja stopp á þetta.“ Jovana segist verða sorgmædd þegar hún sér ummæli á borð við þessi hér að ofan. För hennar til landsins var ekki auðveld. Fjölskylda hennar þurfti að bíða í langri bílaröð enda fjölskyldan ekki sú eina sem neyddist til að flýja heimalandið.Um sex þúsund flóttamenn hafa drukknað í sumar við að flýja stríðshrjáð heimalönd sín í Mið-Austurlöndum.vísir/getty„Þessi bílaröð var marga marga kílómetra löng og ekki komust allir lífandi úr henni þar sem sprengjur voru látnar falla á hana reglulega. Við sem betur fer komumst lífs af, alla leið til Serbíu og síðar meir til Íslands. Ég ætla mér ekki úti það sem beið okkar þar, komandi allslaus úr stríðslandi. En við lifðum það af.“Það er hægt að hjálpa bæði Íslendingum og flóttamönnum Fjölskyldan kom til Ísafjarðar þar sem tekið var á móti þeim. „Árið 1996, komum við svo til Ìsafjarðar sem flóttafólk í gegnum Rauða Krossinn, ásamt nokkrum fjölskyldum til viðbótar. Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni minni fengið að kynnast, fólk sem tók okkur að sér sem part af fjölskyldu sinni, fólk sem við systur getum kallað ömmu og afa, frændur og frænkur, fólk sem pabbi minn getur kallað foreldra sína, bræður og systur og svo framvegis,“ skrifar Jovana. „Þeim verðum við fjölskyldan ævinlega þakklát. Það sem mig langaði að segja með þessum skrifum mínum er það, að úr þessum flóttamannahópum sem komu til Íslands á þessum árum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa, stjórnmálafólk og svo lengi mætti áfram telja. Ég er búin að vera fylgjast með þessari umræðu núna í nokkra daga og að sjá það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda. Það að hjálpa fólki frá öðrum löndum þýðir ekki að við getum ekki hjálpað fólkinu „okkar“. Við getum gert bæði. Það er nefnilega málið.“Í ljósi umræðunnar um að hleypa flóttafólki inn í landið OKKAR langaði mig að segja ykkur aðeins frá æskuárunum mínu. Þ...Posted by Jovana Schally on Saturday, August 29, 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 Tyrkir ganga í lið með Bandaríkjunum eftir gífurlegan þrýsting Tyrkir réðust á ISIS í Sýrlandi úr lofti í dag. 29. ágúst 2015 23:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07
Tyrkir ganga í lið með Bandaríkjunum eftir gífurlegan þrýsting Tyrkir réðust á ISIS í Sýrlandi úr lofti í dag. 29. ágúst 2015 23:16