Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 18:37 Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49