Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2015 17:30 Jón Óttar Ólafsson. vísir/pjetur Meðal þeirra vitna sem yfirheyrt var í Marple-málinu í dag var Jón Óttar Ólafsson en Jón Óttar starfaði sem lögreglufulltrúi hjá Sérstökum saksóknara frá júní 2009 til loka árs 2011. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn og spurði hann út í tíma hans hjá embættinu. Hörður spurði Jón Óttar aðallega út í símhleranir embættisins og hvernig staðið var að þeim hjá embættinu. Svaraði Jón því að um leið og dómari hafði gefið grænt ljós á hlerun hafi verið farið með úrskurðinn yfir til tæknideildar lögreglunnar. Þeir hafi komið upplýsingum áfram á símfyrirtækin um hvaða einstaklinga ætti að hlera því úrskurðirnir væru ekki á sérstök símanúmer. „Skömmu eftir að það var afgreitt þá var sérstök tölva inn á stöð þar sem hægt var að sitja og hlusta á upptökur af samtölum nánast um leið og þeim lauk. Þau söfnuðust inn á drif sem var þarna en það var ekki hægt að eyða þeim eða eiga neitt við þau,“ sagði Jón Óttar. Lögum samkvæmt er bannað að hlusta á símtöl sem sakborningar eiga við verjendur sína. Jón Óttar segir að þeirri reglu hafi ekki alltaf verið fylgt. Engar verklagsreglur hafi verið til um slíkt aðrar en þær sem finnast í lögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón staðhæfir fyrir dómi að hlustað hafi verið á símtöl sakborninga við verjendur er rannsókn mála stóð yfir en það gerði hann einnig í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans.Hópar starfsmanna hlustuðu á verjanda Sigurðar Einarssonar reyna að róa hann niður „Ég hef eytt mörgum mánuðum af lífi mínu í að hlusta á símtöl annara manna,“ sagði Jón Óttar. „Þegar símtalið byrjar þá er ekki svo auðvelt að vita hver það er á hinni línunni. Þú þurftir að hlusta og þekkja raddir verjendanna. Ég man að maður þekkti til dæmis Sigga G. og Gest en aðra tók lengri tíma að þekkja.“ Hann segir að oft hafi samtölin byrjað á samræðum milli manna um golf eða daginn og veginn síðar hafi samtöl farið þá leið að ræða um síðustu yfirheyrslu, hvernig hún gekk og hvernig ætti að bera sig að í þeirri næstu. „Þá fór ekkert á milli mála hver það var sem var á hinum enda línunnar.“ Það hafi verið allur gangur á því hvort hlustun á símtali hafi verið hætt þegar í ljós kom að um samtal verjanda og sakbornings hafi verið að ræða. Samkvæmt Jóni kom það fyrir að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi komið saman í fundarherbergjum til að hlusta á slíkar upptökur. „Ég man eftir einu skipti þegar Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar á þeim tíma, var að ræða við hann. Þetta var skömmu eftir að gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur honum og ljóst var að Sigurður ætlaði ekki að koma til Íslands frá London. Þarna stóðu starfsmenn saman í hnapp og hlustuðu á upptöku af því er Gestur reyndi að róa Sigurð, róa hann og fá hann til að koma heim til Íslands.“ Jón vildi meina að þó að ekki væri hægt að nota téð símtöl fyrir dómi þá gætu þau komið að miklum notum fyrir lögreglu og saksóknara við rannsókn málsins. Oft væri hægt að sjá hvaða stefnu sakborningar og verjendur hyggðust taka á næstu skrefum. Hann sagði einnig að tímasetningarnar á hlerununum hefðu sjaldnast verið út í loftið. „Vandamálið við hin meintu brot er að þau áttu sér stað mörgum árum áður og flestir eru hættir að tala um þau á þeim tíma,“ sagði Jón. Hann bætti því við að það gæti því skipt höfuðmáli hvenær væri byrjað að hlusta á símtöl sakborninga. Menn séu mun líklegri til að hringja símtal tengt málinu skömmu eftir yfirheyrslur eða að loknu gæsluvarðhaldi heldur en löngu síðar.Fóru heim til dómara til að framlengja heimild til að hlera síma Hreiðars „Ég man til dæmis eftir úrskurði um hlustun á síma Hreiðars daginn eftir að honum var sleppt. Þennan mánudag, 17. maí 2010, var ég inn á skrifstofu er það kemur lögreglumaður til mín sem tengist Kaupþingsrannsókninni og biður mig að koma með sér og bætir við að við verðum að drífa okkur. Það hafi gleymst að fara fram á framlenginu á hlustun á símum Hreiðars og hann sé að losna úr gæsluvarðhaldi.“ Þeir hafi brunað heim til dómara og í dómnum í dag spurði Jón hvort hann ætti að nafngreina dómarann. Símon Sigvaldason, formaður dómsins í Marple-málinu, sagði að það væri engin sérstök ástæða til þess. Frásögn Jóns hélt áfram. „Það virtist einhver hafa hringt á undan okkur því dómarinn var tilbúinn og tók á móti okkur,“ sagði Jón. „Dómarinn stökk inn í stofu, fann í raun gömul úrskurðarorð, breytti dagsetningunni og prentaði það út. Eftir langa leit fannst stimpill til að merkja skjalið sem ég held að sé öðruvísi en allir aðrir stimplar frá dómurum í málinu. Áður en við kvöddum dómarann spurði hann hvort hann fengi ekki örugglega einhver gögn tengd málinu frá saksóknaranum.“ Úrskurðinn tóku þeir til tæknideildarinnar sem græjaði það sem þurfti að græja og hægt var að hlera síma Hreiðars Más síðar þennan dag er hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. „Við hlógum smá að þessu „McDonalds-réttarfari“ á leiðinni á stöðina,“ sagði Jón áður en sækjandi málsins tók við að yfirheyra hann.Vill benda á þegar lögregla og stjórnvöld troða á rétti manna Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari í málinu, spurði Jón Óttar út í hvort hann hefði nokkurn tíman unnið fyrir ákærðu eða tekið að sér einhver verkefni fyrir þá. Vitnið svaraði því til að í Al-Thani málinu hafi hann útbúið minnisblað þar sem hann benti á ýmsa annmarka við rannsóknaraðferðir saksóknara. Hann hafi ekki þegið neina greiðslu fyrir það verk. „Ég tók þetta að mér sjálfur. Ég hef mikinn áhuga á því þegar lögregla og stjórnvöld brjóta á lögvörðum rétti mann og vil benda á það. Það geri ég alfarið af persónulegum ástæðum,“ sagði Jón að lokum. Ekki var frekari spurningum beint til hans. Vitnaleiðslum í málinu lýkur á morgun. Gert er ráð fyrir því að málflutningur sækjanda og verjenda hefjist á fimmtudag og ljúki á föstudag. Tengdar fréttir Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Meðal þeirra vitna sem yfirheyrt var í Marple-málinu í dag var Jón Óttar Ólafsson en Jón Óttar starfaði sem lögreglufulltrúi hjá Sérstökum saksóknara frá júní 2009 til loka árs 2011. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn og spurði hann út í tíma hans hjá embættinu. Hörður spurði Jón Óttar aðallega út í símhleranir embættisins og hvernig staðið var að þeim hjá embættinu. Svaraði Jón því að um leið og dómari hafði gefið grænt ljós á hlerun hafi verið farið með úrskurðinn yfir til tæknideildar lögreglunnar. Þeir hafi komið upplýsingum áfram á símfyrirtækin um hvaða einstaklinga ætti að hlera því úrskurðirnir væru ekki á sérstök símanúmer. „Skömmu eftir að það var afgreitt þá var sérstök tölva inn á stöð þar sem hægt var að sitja og hlusta á upptökur af samtölum nánast um leið og þeim lauk. Þau söfnuðust inn á drif sem var þarna en það var ekki hægt að eyða þeim eða eiga neitt við þau,“ sagði Jón Óttar. Lögum samkvæmt er bannað að hlusta á símtöl sem sakborningar eiga við verjendur sína. Jón Óttar segir að þeirri reglu hafi ekki alltaf verið fylgt. Engar verklagsreglur hafi verið til um slíkt aðrar en þær sem finnast í lögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón staðhæfir fyrir dómi að hlustað hafi verið á símtöl sakborninga við verjendur er rannsókn mála stóð yfir en það gerði hann einnig í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans.Hópar starfsmanna hlustuðu á verjanda Sigurðar Einarssonar reyna að róa hann niður „Ég hef eytt mörgum mánuðum af lífi mínu í að hlusta á símtöl annara manna,“ sagði Jón Óttar. „Þegar símtalið byrjar þá er ekki svo auðvelt að vita hver það er á hinni línunni. Þú þurftir að hlusta og þekkja raddir verjendanna. Ég man að maður þekkti til dæmis Sigga G. og Gest en aðra tók lengri tíma að þekkja.“ Hann segir að oft hafi samtölin byrjað á samræðum milli manna um golf eða daginn og veginn síðar hafi samtöl farið þá leið að ræða um síðustu yfirheyrslu, hvernig hún gekk og hvernig ætti að bera sig að í þeirri næstu. „Þá fór ekkert á milli mála hver það var sem var á hinum enda línunnar.“ Það hafi verið allur gangur á því hvort hlustun á símtali hafi verið hætt þegar í ljós kom að um samtal verjanda og sakbornings hafi verið að ræða. Samkvæmt Jóni kom það fyrir að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi komið saman í fundarherbergjum til að hlusta á slíkar upptökur. „Ég man eftir einu skipti þegar Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar á þeim tíma, var að ræða við hann. Þetta var skömmu eftir að gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur honum og ljóst var að Sigurður ætlaði ekki að koma til Íslands frá London. Þarna stóðu starfsmenn saman í hnapp og hlustuðu á upptöku af því er Gestur reyndi að róa Sigurð, róa hann og fá hann til að koma heim til Íslands.“ Jón vildi meina að þó að ekki væri hægt að nota téð símtöl fyrir dómi þá gætu þau komið að miklum notum fyrir lögreglu og saksóknara við rannsókn málsins. Oft væri hægt að sjá hvaða stefnu sakborningar og verjendur hyggðust taka á næstu skrefum. Hann sagði einnig að tímasetningarnar á hlerununum hefðu sjaldnast verið út í loftið. „Vandamálið við hin meintu brot er að þau áttu sér stað mörgum árum áður og flestir eru hættir að tala um þau á þeim tíma,“ sagði Jón. Hann bætti því við að það gæti því skipt höfuðmáli hvenær væri byrjað að hlusta á símtöl sakborninga. Menn séu mun líklegri til að hringja símtal tengt málinu skömmu eftir yfirheyrslur eða að loknu gæsluvarðhaldi heldur en löngu síðar.Fóru heim til dómara til að framlengja heimild til að hlera síma Hreiðars „Ég man til dæmis eftir úrskurði um hlustun á síma Hreiðars daginn eftir að honum var sleppt. Þennan mánudag, 17. maí 2010, var ég inn á skrifstofu er það kemur lögreglumaður til mín sem tengist Kaupþingsrannsókninni og biður mig að koma með sér og bætir við að við verðum að drífa okkur. Það hafi gleymst að fara fram á framlenginu á hlustun á símum Hreiðars og hann sé að losna úr gæsluvarðhaldi.“ Þeir hafi brunað heim til dómara og í dómnum í dag spurði Jón hvort hann ætti að nafngreina dómarann. Símon Sigvaldason, formaður dómsins í Marple-málinu, sagði að það væri engin sérstök ástæða til þess. Frásögn Jóns hélt áfram. „Það virtist einhver hafa hringt á undan okkur því dómarinn var tilbúinn og tók á móti okkur,“ sagði Jón. „Dómarinn stökk inn í stofu, fann í raun gömul úrskurðarorð, breytti dagsetningunni og prentaði það út. Eftir langa leit fannst stimpill til að merkja skjalið sem ég held að sé öðruvísi en allir aðrir stimplar frá dómurum í málinu. Áður en við kvöddum dómarann spurði hann hvort hann fengi ekki örugglega einhver gögn tengd málinu frá saksóknaranum.“ Úrskurðinn tóku þeir til tæknideildarinnar sem græjaði það sem þurfti að græja og hægt var að hlera síma Hreiðars Más síðar þennan dag er hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. „Við hlógum smá að þessu „McDonalds-réttarfari“ á leiðinni á stöðina,“ sagði Jón áður en sækjandi málsins tók við að yfirheyra hann.Vill benda á þegar lögregla og stjórnvöld troða á rétti manna Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari í málinu, spurði Jón Óttar út í hvort hann hefði nokkurn tíman unnið fyrir ákærðu eða tekið að sér einhver verkefni fyrir þá. Vitnið svaraði því til að í Al-Thani málinu hafi hann útbúið minnisblað þar sem hann benti á ýmsa annmarka við rannsóknaraðferðir saksóknara. Hann hafi ekki þegið neina greiðslu fyrir það verk. „Ég tók þetta að mér sjálfur. Ég hef mikinn áhuga á því þegar lögregla og stjórnvöld brjóta á lögvörðum rétti mann og vil benda á það. Það geri ég alfarið af persónulegum ástæðum,“ sagði Jón að lokum. Ekki var frekari spurningum beint til hans. Vitnaleiðslum í málinu lýkur á morgun. Gert er ráð fyrir því að málflutningur sækjanda og verjenda hefjist á fimmtudag og ljúki á föstudag.
Tengdar fréttir Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02