Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 17:30 Magnús Guðmundsson mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. vísir/gva „Þetta kann allt saman að hljóma kunnuglega fyrir foreldra mína, vini mína, meðákærðu, fréttamenn og háttvirtan dómsformann enda er ég nú staddur í aðalmeðferð í þriðja sinn og í annað sinn hjá nefndum dómformanni,“ sagði Magnús Guðmundsson meðal annars í skýrslutöku við aðalmeðferð Marple-málsins í dag. Magnúsi er sakaður um umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti í málinu en auk hans eru Hreiðar Már Sigurðsson, Guðný Arna Sveinsdóttir og Skúli Þorvaldsson ákærð.Hefði ekki fengið sama dóm í Al-Thani hefðu málin verið dæmd saman Magnús vék máli sínu að því að því að talsvert misræmi sé í málunum sem rekin hafa verið gegn honum. Stundum sé hann hlutdeildarmaður og stundum aðalmaður þó verknaðarlýsing sé sú sama. „Leiða má að því líkum að ég hefði ekki fengið sama dóm og raun ber vitni í Al-Thani málinu hefði það verið dæmt samhliða stóra markaðsmisnotkunarmálinu,“ segir Magnús en í því fyrra hlaut hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm en í því síðara var hann sýknaður. Magnús var handtekinn á Íslandi í maí 2010 er hann kom hingað til lands í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara. Er gæsluvarðhaldi lauk, 14. maí 2010, var hann úrskurðaður í farbann af dómstólum til 28. maí. „Áhugavert er í þessu samhengi að skoða úrskurð héraðsdóms vegna gæsluvarðhaldskröfu frá 7. maí 2010 saman við farbannsúrskurð sama dóms sjö dögum síðar,“ sagði Magnús í tölu sinni í dag. Í þeim fyrri kemur fram að kærði sé búsettur erlendis en ekki þyki af gögnum málsins ráðið að hann muni reyna að komast undan málsókn með að flýja land. Viku síðar er niðurstaðan hins vegar þveröfug. Að auki kom Magnús inn á það að það væri undarlegt að upptökum af símhlerunum ákæruvaldsins hefði verið eytt og því væri ekki hægt að nýta þau við þetta mál. Ítrekað hefði það síðan komið fyrir að gögn málsins bærust verjendum seint og því væri erfitt að undirbúa vörnina.Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.vísir/gvaHafði „nokkuð opið“ umboð varðandi Marple Er inngangsorðum Magnúsar lauk hófu ákærendur að spyrja hann spjörunum úr. Var hann fyrst spurður um samband sitt við Skúla Þorvaldsson, eiganda Marple. Svaraði Magnús því að hann hefði hitt hann oftar en aðra viðskiptavini. Síðar meir spurðu verjendur hann út í það hvers vegna Skúli hefði verið kallaður „einn af hans bestu vinum“ í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara frá árinu 2011 og hló Magnús þá og skyldi ekkert hvaðan það hafði komið. „Ég hafði nokkuð opið umboð með Marple og spurði Skúla yfirleitt ekki út í einstaka viðskipti. Nema náttúrulega þarna í upphafi með Exista kaupin,“ bar Magnús við. Samkvæmt ákærðu Hreiðari og Magnúsi var markmiðið með kaupum Marple á hlutafé í Exista á haustmánuðum 2007 það að minnka krosseignarhald tengt Kaupþingi. Með lækkandi verði bréfa í Exista síðari hluta ársins tapaði Marple fé. Þær greiðslur sem ákært er fyrir í málinu telur ákæruvaldið bera vitni um fjárdrátt ákærðu. Hreiðari og Magnúsi hefur hins vegar verið tíðrætt um að þau hafi verið nauðsynleg til að lágmarka tapið. Hreiðar Már hafði einnig verið spurður út í málið fyrr í dag. „Ég tók ákvörðun um að kaupa skuldabréfin af Marple. Marple átti kröfu á okkur og við áttum kröfu á þá þannig það var ákveðið að skuldajafna. Skuldir Marple lækkuðu og útistandandi skuldabréfum Kaupþings fækkaði. Fjármunirnir sem áunnust fóru í það að greiða niður skuldir,“ sagði Hreiðar Már við skýrslutöku.Fjármunirnir fóru í að lækka skuldir Ekki var farið fram á neina tryggingu fyrir láninu en Magnús segir að Marple hafi ekki verið í stöðu til að fara fram á slíkt. Markmiðið hafi verið að lágmarka þann skaða sem félagið gæti skapað bankanum. Magnúsi var tíðrætt um það að það hefði ekki verið nokkur leið fyrir Skúla Þorvaldsson til að fá fjármuni út úr þessum viðskiptum öllum saman. „Það er klárt mál að Skúli gat aldrei hagnast á þessu. Þetta var allt saman fjármagnað krónu fyrir krónu af Kaupþingi. Skúli gat heldur aldrei tekið fé úr félaginu þar sem fyrst hefði hann þurft að ná fjármunum sínum af reikningi sínum í Kaupþingi í Lúxembúrg. Á þeim reikningi er allsherjarveð. Ég hef aldrei verið spurður út í ásakanir saksóknara um hvort ákærði hafi fengið peninga af reikningnum. Hann hvorki gat það né fékk það,“ segir Magnús. Magnús hafði komið inn á sömu hluti í inngangsræðu sinni að hvergi í ákærunni eða greinargerð rannsakenda væri vikið að því að fjármunirnir runnu óskiptir til lækkunnar lána félagsins hjá Kaupþingi sem ellegar hefðu tapast bankanum. „Reynt er að skilja fólk eftir með þau hughrif að fjármunirnir hafi endað hjá Skúla Þorvaldssyni og því haldið fram að ég hafi haft milligöngu um að koma fjármunum inn á reikning Marple. Varðveislan var hins vegar ekki meiri en svo að fjármunirnir fóru rakleiðis til lækkunar á skuldum félagsins hjá Kaupþingi,“ sagði Magnús. Einnig hefur verið deilt um það hver hafi verið raunverulegur eigandi Marple á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað. Verjandi Skúla hefur ítrekað dregið fram skjal dagsett í ágúst 2007. Það hafi verið fengið frá Lúxembúrg og sýni að Kaupþing í Lúxembúrg hafi á þeim tíma verið skráð eigandi Marple. Skýrslutökum yfir þremur af fjórum ákærðu lauk í dag en skýrsla verður tekin af Skúla í fyrramálið. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð taki alla vikuna og teygi sig yfir í næstu viku. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
„Þetta kann allt saman að hljóma kunnuglega fyrir foreldra mína, vini mína, meðákærðu, fréttamenn og háttvirtan dómsformann enda er ég nú staddur í aðalmeðferð í þriðja sinn og í annað sinn hjá nefndum dómformanni,“ sagði Magnús Guðmundsson meðal annars í skýrslutöku við aðalmeðferð Marple-málsins í dag. Magnúsi er sakaður um umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti í málinu en auk hans eru Hreiðar Már Sigurðsson, Guðný Arna Sveinsdóttir og Skúli Þorvaldsson ákærð.Hefði ekki fengið sama dóm í Al-Thani hefðu málin verið dæmd saman Magnús vék máli sínu að því að því að talsvert misræmi sé í málunum sem rekin hafa verið gegn honum. Stundum sé hann hlutdeildarmaður og stundum aðalmaður þó verknaðarlýsing sé sú sama. „Leiða má að því líkum að ég hefði ekki fengið sama dóm og raun ber vitni í Al-Thani málinu hefði það verið dæmt samhliða stóra markaðsmisnotkunarmálinu,“ segir Magnús en í því fyrra hlaut hann fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm en í því síðara var hann sýknaður. Magnús var handtekinn á Íslandi í maí 2010 er hann kom hingað til lands í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara. Er gæsluvarðhaldi lauk, 14. maí 2010, var hann úrskurðaður í farbann af dómstólum til 28. maí. „Áhugavert er í þessu samhengi að skoða úrskurð héraðsdóms vegna gæsluvarðhaldskröfu frá 7. maí 2010 saman við farbannsúrskurð sama dóms sjö dögum síðar,“ sagði Magnús í tölu sinni í dag. Í þeim fyrri kemur fram að kærði sé búsettur erlendis en ekki þyki af gögnum málsins ráðið að hann muni reyna að komast undan málsókn með að flýja land. Viku síðar er niðurstaðan hins vegar þveröfug. Að auki kom Magnús inn á það að það væri undarlegt að upptökum af símhlerunum ákæruvaldsins hefði verið eytt og því væri ekki hægt að nýta þau við þetta mál. Ítrekað hefði það síðan komið fyrir að gögn málsins bærust verjendum seint og því væri erfitt að undirbúa vörnina.Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.vísir/gvaHafði „nokkuð opið“ umboð varðandi Marple Er inngangsorðum Magnúsar lauk hófu ákærendur að spyrja hann spjörunum úr. Var hann fyrst spurður um samband sitt við Skúla Þorvaldsson, eiganda Marple. Svaraði Magnús því að hann hefði hitt hann oftar en aðra viðskiptavini. Síðar meir spurðu verjendur hann út í það hvers vegna Skúli hefði verið kallaður „einn af hans bestu vinum“ í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara frá árinu 2011 og hló Magnús þá og skyldi ekkert hvaðan það hafði komið. „Ég hafði nokkuð opið umboð með Marple og spurði Skúla yfirleitt ekki út í einstaka viðskipti. Nema náttúrulega þarna í upphafi með Exista kaupin,“ bar Magnús við. Samkvæmt ákærðu Hreiðari og Magnúsi var markmiðið með kaupum Marple á hlutafé í Exista á haustmánuðum 2007 það að minnka krosseignarhald tengt Kaupþingi. Með lækkandi verði bréfa í Exista síðari hluta ársins tapaði Marple fé. Þær greiðslur sem ákært er fyrir í málinu telur ákæruvaldið bera vitni um fjárdrátt ákærðu. Hreiðari og Magnúsi hefur hins vegar verið tíðrætt um að þau hafi verið nauðsynleg til að lágmarka tapið. Hreiðar Már hafði einnig verið spurður út í málið fyrr í dag. „Ég tók ákvörðun um að kaupa skuldabréfin af Marple. Marple átti kröfu á okkur og við áttum kröfu á þá þannig það var ákveðið að skuldajafna. Skuldir Marple lækkuðu og útistandandi skuldabréfum Kaupþings fækkaði. Fjármunirnir sem áunnust fóru í það að greiða niður skuldir,“ sagði Hreiðar Már við skýrslutöku.Fjármunirnir fóru í að lækka skuldir Ekki var farið fram á neina tryggingu fyrir láninu en Magnús segir að Marple hafi ekki verið í stöðu til að fara fram á slíkt. Markmiðið hafi verið að lágmarka þann skaða sem félagið gæti skapað bankanum. Magnúsi var tíðrætt um það að það hefði ekki verið nokkur leið fyrir Skúla Þorvaldsson til að fá fjármuni út úr þessum viðskiptum öllum saman. „Það er klárt mál að Skúli gat aldrei hagnast á þessu. Þetta var allt saman fjármagnað krónu fyrir krónu af Kaupþingi. Skúli gat heldur aldrei tekið fé úr félaginu þar sem fyrst hefði hann þurft að ná fjármunum sínum af reikningi sínum í Kaupþingi í Lúxembúrg. Á þeim reikningi er allsherjarveð. Ég hef aldrei verið spurður út í ásakanir saksóknara um hvort ákærði hafi fengið peninga af reikningnum. Hann hvorki gat það né fékk það,“ segir Magnús. Magnús hafði komið inn á sömu hluti í inngangsræðu sinni að hvergi í ákærunni eða greinargerð rannsakenda væri vikið að því að fjármunirnir runnu óskiptir til lækkunnar lána félagsins hjá Kaupþingi sem ellegar hefðu tapast bankanum. „Reynt er að skilja fólk eftir með þau hughrif að fjármunirnir hafi endað hjá Skúla Þorvaldssyni og því haldið fram að ég hafi haft milligöngu um að koma fjármunum inn á reikning Marple. Varðveislan var hins vegar ekki meiri en svo að fjármunirnir fóru rakleiðis til lækkunar á skuldum félagsins hjá Kaupþingi,“ sagði Magnús. Einnig hefur verið deilt um það hver hafi verið raunverulegur eigandi Marple á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað. Verjandi Skúla hefur ítrekað dregið fram skjal dagsett í ágúst 2007. Það hafi verið fengið frá Lúxembúrg og sýni að Kaupþing í Lúxembúrg hafi á þeim tíma verið skráð eigandi Marple. Skýrslutökum yfir þremur af fjórum ákærðu lauk í dag en skýrsla verður tekin af Skúla í fyrramálið. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð taki alla vikuna og teygi sig yfir í næstu viku.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02
Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50