Erlent

Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks

Atli Ísleifsson skrifar
Erkki Liikanen, seðlabankastjóri Finnlands.
Erkki Liikanen, seðlabankastjóri Finnlands. Vísir/AFP
Erkki Liikanen, seðlabankastjóri Finnlands, hefur ákveðið að gefa upphæð sem nemur einum mánaðarlaunum finnska seðlabankastjórans til Rauða krossins í Finnlandi til aðstoðar hælisleitendum.

Liikanen greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær.

Liikanen fylgir þar í fótspor Juha Sipilä forsætisráðherra sem greindi frá því í gær að hann hafi boðið flóttamönnum einkaheimili sitt í Norður-Finnlandi vegna mikils straums flóttamanna til Austur-Evrópu yfir land og sjó.

Sipilä tilkynnti fjölmiðlum að heimili hans í Kempele, staðsett 500 kílómetra norður af Helsinki, myndi verið notað til að taka við flóttamönnum í árslok. „Við ættum að líta í spegil og spyrja okkur sjálf hvernig við getum hjálpað ... Húsið mitt er ekki mikið notað í augnablikinu. Fjölskylda mín býr í Sipoo og heimili forsætisráðherra er staðsett í Kesaranta,“ sagði Sipila blaðamanni fjölmiðlafyrirtækisins YLE.

Forsætisráðherrann hvatti einnig aðra borgarbúa, kirkjur og góðgerðarsamtök í landinu til þess að opna aðstöður sínar fyrir flóttamönnum.

Hyvä ystävä,monet meistä ovat seuranneet huolestuneena viime viikkojen tapahtumia Lähi-idässä, Euroopassa ja...

Posted by Erkki Liikanen on Sunday, 6 September 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×