KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2015 10:30 Strákarnir fagna EM-sætinu í gær. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands fær tólf milljónir evra frá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu á næsta ári. Strákarnir okkar tryggðu sér farseðilinn á EM í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kasakstan, en þeir verða í fyrsta sinn á stórmóti að ári.Sjá einnig:Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Verðlaunaféð á EM hækkar verulega á milli ára þar sem UEFA hefur gert stærri og betri styrktarsamninga, en það á eftir að opinbera hver endanleg upphæð verður á verðlaunafénu sem liðin skipta á milli sín. Erlendir miðlar sem hafa fjallað um málið reikna með að heildarpotturinn verði um 300 milljónir evra (43 milljarðar króna), en þjóðirnar sem komust á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu skiptu á milli sín 215 milljónum evra (31 milljarði króna). Eina sem á að vera öruggt er að allar þjóðirnar 24 sem komast á EM fá tólf milljónir evra eða 1,7 milljarð króna. Sú upphæð fer upp um fjórar milljónir evra en þjóðirnar 16 sem komust á síðasta EM fengu átta milljónir evra hver. Hægt er svo að bæta í pottinn þegar á mótið er komið, en á síðasta móti fengu liðin 500.000 evrur fyrir jafntefli í riðlakeppninni og eina milljón evra fyrir sigur. Verðlaunaféð hækkar svo því betri árangri sem liðið nær. Þetta er auðvitað ekki bara verðlaunafé heldur er kostnaðurinn við að fara á svona mót gríðarlegur. Sjá þarf um ferðalög, gistingu og uppihald fyrir allt að 40 manna hóp í tæpa tvo mánuði með æfingabúðum fyrir mótinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fær tólf milljónir evra frá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu á næsta ári. Strákarnir okkar tryggðu sér farseðilinn á EM í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kasakstan, en þeir verða í fyrsta sinn á stórmóti að ári.Sjá einnig:Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Verðlaunaféð á EM hækkar verulega á milli ára þar sem UEFA hefur gert stærri og betri styrktarsamninga, en það á eftir að opinbera hver endanleg upphæð verður á verðlaunafénu sem liðin skipta á milli sín. Erlendir miðlar sem hafa fjallað um málið reikna með að heildarpotturinn verði um 300 milljónir evra (43 milljarðar króna), en þjóðirnar sem komust á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu skiptu á milli sín 215 milljónum evra (31 milljarði króna). Eina sem á að vera öruggt er að allar þjóðirnar 24 sem komast á EM fá tólf milljónir evra eða 1,7 milljarð króna. Sú upphæð fer upp um fjórar milljónir evra en þjóðirnar 16 sem komust á síðasta EM fengu átta milljónir evra hver. Hægt er svo að bæta í pottinn þegar á mótið er komið, en á síðasta móti fengu liðin 500.000 evrur fyrir jafntefli í riðlakeppninni og eina milljón evra fyrir sigur. Verðlaunaféð hækkar svo því betri árangri sem liðið nær. Þetta er auðvitað ekki bara verðlaunafé heldur er kostnaðurinn við að fara á svona mót gríðarlegur. Sjá þarf um ferðalög, gistingu og uppihald fyrir allt að 40 manna hóp í tæpa tvo mánuði með æfingabúðum fyrir mótinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30
Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00
Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52
Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01
England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00