Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 09:09 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/GVA Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku. Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þriðja málið þar sem fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru á sakamannabekk en tveir hinna ákærðu, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sitja nú í fangelsi fyrir Al Thani-málið. Þá hlau Hreiðar Már einnig dóm í héraði í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða fyrr á árinu. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran í málinu grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í dag er áætlað að þrír sakborninga gefi skýrslu í málinu, þau Guðný, Hreiðar og Magnús. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram í næstu viku.
Tengdar fréttir Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56 Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skúli segist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar Var fyrst með réttarstöðu vitnis áður en hann fékk stöðu sakbornings. 8. desember 2014 12:56
Marple-málið: Guðný, Hreiðar Már, Magnús og Skúli neituðu öll sök Ákærðu eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði þau fundin sek fyrir fjárdrátt og yfirhylmingu. 9. september 2014 15:30
Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02
Skúli fær milljarða sína ekki afhenta Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um afléttingu kyrrsetningar eigna. 20. mars 2015 13:13
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50