Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. september 2015 09:41 Sýrlenskir flóttamenn í gær við landamæri Austurríkis. Vísir/EPA Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira