Fótbolti

Þjálfari Kasakstan: Unglingastarfið á Íslandi er til fyrirmyndar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá æfingu Kasakstan í Laugardalnum í kvöld.
Frá æfingu Kasakstan í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Kristinn Páll
„Þetta verður erfiður leikur, liðin koma inn í þetta með mismunandi markmið en við eru komnir til að berjast í þessum leik,“ sagði Yuri Krasnozhan, landsliðsþjálfari Kasakstan, á blaðamannafundi í kvöld.

„Það var svekkjandi að tapa niður leiknum gegn Tékklandi en liðið er vel undirbúið fyrir leikinn á morgun og þetta verður góður prófsteinn fyrir framhald liðsins.“

Yuri sagði að þjálfarateymið hefði kynnt sér vel íslensku knattspyrnuhreyfinguna fyrir leikinn en hann dáðist af árangri landsliðsins.

„Unglingastarfið hér er til fyrirmyndar sem sýnist hvað best í því að nánast allir leikmenn landsliðsins eru atvinnumenn. Við þurfum að gæta vel upp á Aron Einar og Gylfa Þór en þeir eru með gæða leikmenn í öllum stöðum.“

Sagði hann hálf grátlegt fyrir þjóð jafn stóra og Kasakstan að sjá árangur íslenska liðsins.

„Við getum lært margt af öðrum liðum í riðlinum og sérstaklega af Íslandi. Fólkið í Kasakstan hefur mikinn áhuga á fótbolta en það er sorglegt að vera jafn langt eftir á Íslandi og raun ber vitni. Ísland er með góðan grunn og er að græða á því núna.“

Þá staðfesti hann að þeir vonuðust til þess að Alexander Merkel gæti leikið með liðinu á morgun en hann er eini leikmaður liðsins sem er atvinnumaður.

Merkel á leiki að baki fyrir unglingalandslið Þýskalands en hann bíður þess að Alþjóðaknattspyrnusambandið veiti honum leikheimild með Kasakstan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×