Enski boltinn

Öflugur sigur Rússa á Svíum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan í baráttunni í leiknum í dag, en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
Zlatan í baráttunni í leiknum í dag, en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. vísir/epa
Fimm leikjum er lokið í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016, en England varð fyrsta þjóðin til að tryggja sig inn á EM fyrir utan gestgjafana.

Lúxemborg vann heldur betur óvæntan sigur á Makedóníu í C-riðli, en sigurmarkið gerði Sebastien Thill í  uppbótartíma.

Makedónía er á botninum með þrjú stig, en Lúxemborg er sæti ofar með fjögur stig.

Úkraína heldur sig í toppbaráttunni í C-riðli eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi, en Úkraína er í þriðja sætinu með fimmtán stig.

Eistland á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM, en þeir eru í þriðja sætinu í E-riðli eftir sigru á Litháen. Þeir eru tveimur stigum á eftir Sviss sem er í öðru sætinu, en Sviss á þó leik til góða.

Að lokum vann svo Rússland öflugan sigur á Svíum, en Artem Dzyuba gerði eina mark leiksins á 38. mínútu. Rússland er í þriðja sætinu með ellefu stig, en Svíþjóð sæti ofar með tólf stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lúxemborg - Makedónía 1-0

1-0 Sebastien Thill (90.).

Úkraína - Hvíta-Rússland 3-1

1-0 Artem Kravets (7.), 2-0 Andriy Yarmolenko (30.=, 3-0 Yevheniy Konoplyanka - víti (40.), 3-1 Sergie Kornilenko (62.).

Eistland - Litháen 1-0

1-0 Konstantin Vassilijev (71.).

Rússland - Svíþjóð 1-0

1-0 Artem Dzyuba (38.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×