Erlent

Japanir opna aftur bæinn Naraha

Samúel Karl Ólason skrifar
Naraha var rýmdur árið 2011.
Naraha var rýmdur árið 2011. Vísir/AFP
Yfirvöld í Japan hafa nú boðið íbúum Naraha að snúa aftur í fyrsta sinn í fjögur ár. Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011 þegar kjarnakljúfar í Fukushima kjarnorkuveruna bræddu úr sér. 7.400 manns voru flutt af brott, en einungis örfáir þeirra hafa snúið aftur, síðan yfirvöld byrjuðu aðlögunartímabil í apríl.

Nú hefur íbúum aftur á móti verið boðið að snúa aftur og búa í bænum til langs tíma. Mikil hreinsunarvinna hefur verið unnin á svæðinu, en Naraha er fyrsti bærinn nærri kjarnorkuverinu sem er opnaður aftur, samkvæmt BBC.

Enn þá hafa um hundrað þúsund manns ekki getað snúið aftur til heimkynna sinna.

Samkvæmt könnunum segjast þó eingöngu 46 prósent þeirra vera reiðubúin til að snúa aftur. Í mars 2011 lenti gríðarlega stór flóðbylgja á strönd Japan, eftir stóran jarðskjálfta. Nærri því 16.000 manns létu lífið og enn er rúmlega 2.500 saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×