Hannes: Stór stund fyrir svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:30 Hannes S. Jónsson og Jón Arnór Stefánsson benda á það að íslenski fáninn er á öllum skjáum í Mercedens Benz höllini. Vísir/Valli Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45
Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00
Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00
Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00