Viðskipti innlent

Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Joe and the Juice samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu.
Joe and the Juice samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu.
Rekstrartekjur samstæðunar Joe Ísland, sem rekur veitingastaðina Joe and the Juice, námu 272,2 milljónum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 200 milljónir króna milli ára. Samstæðan hagnaðist um 18,1 milljón króna á árinu, samanborið við 2,8 milljón króna hagnað árið 2013.

Á árinu störfuðu að meðaltali 28 starfsmenn hjá samstæðunni og námu launagreiðslur samtals 88,0 milljónum króna. Launagreiðslur jukust um tæplega 65 milljónir milli ára. Eignir samstæðunar í árslok námu 193,7 milljónum króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Eignirnar jukust um tæpar 60 milljónir milli ára. Eigið fé samstæðunar í árslok nam 85,3 milljónum króna. Hlutafé samstæðunar nam í árslok 70 milljónum króna. Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014.

EBITDA fyrir árið 2014 nam 40 milljónum króna hjá samstæðunni, og 47 milljónum króna hjá móðurfélaginu (eigandi Joe Ísland-Laugar). EDBITDA móðurfélagsins hækkaði um tæpega 45 milljónir króna milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×