Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 07:57 Kim Davis er hér að neita tveimur mönnum um giftingarleyfi. Vísir/getty Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira