Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2015 22:18 Gylfi Þór Sigurðsson á punktinum í kvöld. Vísir/Valli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Ísland gegn Hollandi í kvöld úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. „Það er mjög gott að ná þessum þremur stigum. Við hefðum sætt okkur við eitt stig fyrir leikinn en í lokin ef þeir hefðu jafnað hefði það verið mjög svekkjandi. Gott að vera að fara heim með möguleika á að klára þetta heima,“ sagði Hollansbaninn. Hvað annað er hægt að kalla Gylfa? Hafnfirðingurinn skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum heima og aftur tryggir hann okkur sigur á þeim appelsínugulu. Líkt og í fyrri leiknum skoraði hann út víti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið stressaður að taka víti. Ég hafði á tilfinningunni í gær að við myndum fá víti svo ég valdi mér horn í gær. Ég breytti ekkert um skoðun og sem betur fer var þetta rétt horn.“Eiður Smári:„Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“Leikurinn var í góðu jafnvægi frá upphafi til enda. Okkar menn fóru á kostum. „Sérstaklega eftir að Robben fór útaf meiddur, þeir fengu rautt og svo fáum við vítið. Eftir það vörðumst við mjög vel.“ Ísland getur klárað dæmið á sunnudaginn og raunar dugar jafntefli í ljósi annarra úrslita í kvöld. „Við erum í þeirri stöðu að við getum klárað dæmið á sunnudaginn. Auðvitað viljum við vinna leikinn og klára þetta sem fyrst. Eitt stig væri mjög gott en við viljum vinna þetta og vinna riðilinn líka. Það setur okkur í betri stöðu þegar verður dregið.“ Gylfi hlakkar til að koma heim. „Það er alltaf gaman að koma heim en svolítið sérstakt að vera í þeirri stöðu að við getum farið alla leið á EM á sunnudaginn. Við verðum að halda okkur á jörðinni og sjá til þess að við klárum dæmið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Ísland gegn Hollandi í kvöld úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. „Það er mjög gott að ná þessum þremur stigum. Við hefðum sætt okkur við eitt stig fyrir leikinn en í lokin ef þeir hefðu jafnað hefði það verið mjög svekkjandi. Gott að vera að fara heim með möguleika á að klára þetta heima,“ sagði Hollansbaninn. Hvað annað er hægt að kalla Gylfa? Hafnfirðingurinn skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum heima og aftur tryggir hann okkur sigur á þeim appelsínugulu. Líkt og í fyrri leiknum skoraði hann út víti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið stressaður að taka víti. Ég hafði á tilfinningunni í gær að við myndum fá víti svo ég valdi mér horn í gær. Ég breytti ekkert um skoðun og sem betur fer var þetta rétt horn.“Eiður Smári:„Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“Leikurinn var í góðu jafnvægi frá upphafi til enda. Okkar menn fóru á kostum. „Sérstaklega eftir að Robben fór útaf meiddur, þeir fengu rautt og svo fáum við vítið. Eftir það vörðumst við mjög vel.“ Ísland getur klárað dæmið á sunnudaginn og raunar dugar jafntefli í ljósi annarra úrslita í kvöld. „Við erum í þeirri stöðu að við getum klárað dæmið á sunnudaginn. Auðvitað viljum við vinna leikinn og klára þetta sem fyrst. Eitt stig væri mjög gott en við viljum vinna þetta og vinna riðilinn líka. Það setur okkur í betri stöðu þegar verður dregið.“ Gylfi hlakkar til að koma heim. „Það er alltaf gaman að koma heim en svolítið sérstakt að vera í þeirri stöðu að við getum farið alla leið á EM á sunnudaginn. Við verðum að halda okkur á jörðinni og sjá til þess að við klárum dæmið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30