42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 12:00 Johann Cruyff var aðalmaðurinn í hollenska fótboltanum á þessum árum. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira