Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2015 07:00 Flóttamenn í Búdapest halda á félaga sínum, sem þeir hafa sveipað í eins konar líkklæði til að leggja áherslu á kröfur sínar um hjálp. VÍSIR/EPA Á aðalbrautarstöðinni í Búdapest eru þúsundir flóttamanna, sem krefjast þess að fá að fara úr landi yfir til Austurríkis og þaðan áfram til Þýskalands. Um þrjú þúsund manns komu þangað á þriðjudag og hafa þá hafst við á lestarstöðinni í tvo sólarhringa. Sjálfboðaliðar hafa útvegað fólkinu mat og klæðnað. Fjöldi fólks bætist við á degi hverjum, en ungversk stjórnvöld meina fólkinu að halda áfram og vísa í Dyflinnarreglugerðina sem kveður á um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því landi Schengen-svæðisins sem þeir koma fyrst til. Þýsk stjórnvöld hafa sagt að þau taki ekki lengur mið af Dyflinnarreglugerðinni, enda aðstæður þannig að það gengi aldrei. Aðgerðir ungversku lögreglunnar hafa orðið til þess að flóttamannastraumurinn til Þýskalands hefur snarminnkað. Í gær komu einungis 70 manns til landamærabæjarins Rosenheim í Þýskalandi, en daginn áður komu þangað 300 manns. Þjóðverjar hafa nú þegar samþykkt að veita meira en 200 þúsund flóttamönnum hæli og reikna með að taka við allt að 800 þúsund manns í ár. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og nágrannalöndum þess. Í fyrrinótt komu um 4.000 manns frá Tyrklandi yfir til grísku eyjunnar Lesbos, en ellefu drukknuðu. Yvette Cooper, þingkona breska Verkamannaflokksins, hefur skorað á hvert einasta bæjarfélag í Bretlandi að taka við 10 fjölskyldum flóttamanna frá Sýrlandi, en það myndi þýða að Bretar gætu tekið við 10 þúsund manns af þeim fjórum milljónum, sem nú þegar hafa flúið frá Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra segist ekki sjá að það leysi neinn vanda að taka fleiri flóttamenn heldur þurfi að taka á málunum í Sýrlandi, Írak og nágrannalöndum þeirra. „Við teljum að mestu máli skipti að færa þessum heimshluta frið og stöðugleika,“ höfðu breskir fjölmiðlar eftir honum í gær. Í Sýrlandi sjálfu hafa hins vegar hjálparstofnanir neyðst til að draga úr starfsemi sinni vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfa. Á fjáröflunarráðstefnu í Kúveit í gær sagði Stephen O'Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, að einungis hefði tekist að safna um það bil þriðjungi þess fjár sem þörf er fyrir. „Fjárskorturinn veldur því að við getum ekki séð 225 þúsund manns fyrir lífsnauðsynlegri heilsugæslu innan landamæra Sýrlands,“ er haft eftir O'Brien í fréttabréfi frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Á aðalbrautarstöðinni í Búdapest eru þúsundir flóttamanna, sem krefjast þess að fá að fara úr landi yfir til Austurríkis og þaðan áfram til Þýskalands. Um þrjú þúsund manns komu þangað á þriðjudag og hafa þá hafst við á lestarstöðinni í tvo sólarhringa. Sjálfboðaliðar hafa útvegað fólkinu mat og klæðnað. Fjöldi fólks bætist við á degi hverjum, en ungversk stjórnvöld meina fólkinu að halda áfram og vísa í Dyflinnarreglugerðina sem kveður á um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því landi Schengen-svæðisins sem þeir koma fyrst til. Þýsk stjórnvöld hafa sagt að þau taki ekki lengur mið af Dyflinnarreglugerðinni, enda aðstæður þannig að það gengi aldrei. Aðgerðir ungversku lögreglunnar hafa orðið til þess að flóttamannastraumurinn til Þýskalands hefur snarminnkað. Í gær komu einungis 70 manns til landamærabæjarins Rosenheim í Þýskalandi, en daginn áður komu þangað 300 manns. Þjóðverjar hafa nú þegar samþykkt að veita meira en 200 þúsund flóttamönnum hæli og reikna með að taka við allt að 800 þúsund manns í ár. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og nágrannalöndum þess. Í fyrrinótt komu um 4.000 manns frá Tyrklandi yfir til grísku eyjunnar Lesbos, en ellefu drukknuðu. Yvette Cooper, þingkona breska Verkamannaflokksins, hefur skorað á hvert einasta bæjarfélag í Bretlandi að taka við 10 fjölskyldum flóttamanna frá Sýrlandi, en það myndi þýða að Bretar gætu tekið við 10 þúsund manns af þeim fjórum milljónum, sem nú þegar hafa flúið frá Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra segist ekki sjá að það leysi neinn vanda að taka fleiri flóttamenn heldur þurfi að taka á málunum í Sýrlandi, Írak og nágrannalöndum þeirra. „Við teljum að mestu máli skipti að færa þessum heimshluta frið og stöðugleika,“ höfðu breskir fjölmiðlar eftir honum í gær. Í Sýrlandi sjálfu hafa hins vegar hjálparstofnanir neyðst til að draga úr starfsemi sinni vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfa. Á fjáröflunarráðstefnu í Kúveit í gær sagði Stephen O'Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, að einungis hefði tekist að safna um það bil þriðjungi þess fjár sem þörf er fyrir. „Fjárskorturinn veldur því að við getum ekki séð 225 þúsund manns fyrir lífsnauðsynlegri heilsugæslu innan landamæra Sýrlands,“ er haft eftir O'Brien í fréttabréfi frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira