Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira