Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði. Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði.
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira