Pólski risinn kallaði leikmenn íslenska landsliðsins dverga Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 11:00 Strákarnir okkar kippar sér eflaust lítið upp við orð pólska risans. vísir/andri marinó/getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira