Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2015 07:00 Kjartan Magnússon vísir/vilhelm Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00