Lífið

Borinn inn á kóngastól: Sara og Rich giftu sig í Vegas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg athöfn.
Virkilega falleg athöfn. Vísir
Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga í gærkvöldi.

Brúðkaupið fór fram á sjálfri Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas, nánar tiltekið á Orleans hótelinu.

Parið býr í Los Angeles í nokkur hundruð fermetra einbýlishúsi. Þau kynntust á Facebook fyrir tveimur árum.

Sjá einnig: Sara Heimisdóttir og Rich Piana ganga í það heilaga

Brúðkaupið var einstaklega fallegt. Risavaxinn vaxtaræktarkappi gaf þau hjónin saman en hann gekk inn í salinn, svartklæddur með stóra hettu fyrir andlitinu.

Rich var klæddur í svört og smekkleg ermalaus jakkaföt og hafði hann aflitað á sér hárið fyrir athöfnina. Sara var sjálf í gullfallegum hvítum kjól. Rich kom inn í salinn í kóngastól og var vel tekið á móti kappanum.

Sjá einnig: Sara Heimis um brúðkaupið: Verð í mjög þröngum og flottum kjól sem sýnir bakið vel

Fallegar brúðarmeyjar gengu inn á undan Söru sem hafði fengið sér glænýtt húðflúr rétt fyrir brúðkaupið en hún skreytti sig með orðinu „Queen“ eða drottning.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Snapchat en þær eru frá athöfninni. Um var að ræða tvöfalt brúðkaup en vinafólk þeirra gifti sig á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.