Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2015 23:58 Sýrlenski herinn hefur þurft að láta undan sóknum uppreisnarhópa undanfarna mánuði. Vísir/AFP Sýrlenskir hermenn eru nú byrjaðir að nota nýjar tegundir vopna. Þau eru fengin frá Rússum sem hafa verið að auka umsvif sín í Sýrlandi undanfarið. Heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar segir vopnin vera mjög nákvæm og að hermennirnir hafi verið þjálfaðir í notkun þeirra undanfarna mánuði. Hinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða vopn um væri að ræða og sagði einungis að hægt væri að nota þau í lofti og á jörðu niðri. Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði einnig í dag að Rússland hefði útvegað sýrlenska hernum ný vopn. Í sjónvarpsáhori í ríkissjónvarpi Sýrlands sagði hann að stjórnvöld væru tilbúin til að biðja Rússa um að berjast sér við hlið ef þörf væri á. Moualem tók þó fram að engir slíkir hermenn væru staddir í Sýrlandi. Yfirvöld í Rússlandi segja tilgang aðgerða sinna í Sýrlandi vera að berjast gegn hryðjuverkum, vernda Sýrland sem ríki og að koma í veg fyrir stórslys á svæðinu. Sjá einnig: Tilbúnir til viðræðna við Rússland Bandaríkin og bandamenn þeirra óttast að aukin þátttaka Rússa í átökunum í Sýrlandi myndu draga stríðið á langinni. Þeir vilja losna við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem fyrst. Bandaríkin, Sádi-Arabía og Tyrkland hafa stutt við bakið á uppreisnarhópum sem berjast gegn stjórnarhernum og Assad. Aftur á móti hefur Assad verið studdur af Rússum, Íran og Hezbollah samtökunum frá Líbanon. Stjórnarher Sýrlands gerði í dag loftárásir á borgina Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en sýrlensku samtökin Syrian Observatory for Human Rights, segja minnst átján hafa fallið í þeim. Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Sýrlenskir hermenn eru nú byrjaðir að nota nýjar tegundir vopna. Þau eru fengin frá Rússum sem hafa verið að auka umsvif sín í Sýrlandi undanfarið. Heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar segir vopnin vera mjög nákvæm og að hermennirnir hafi verið þjálfaðir í notkun þeirra undanfarna mánuði. Hinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða vopn um væri að ræða og sagði einungis að hægt væri að nota þau í lofti og á jörðu niðri. Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði einnig í dag að Rússland hefði útvegað sýrlenska hernum ný vopn. Í sjónvarpsáhori í ríkissjónvarpi Sýrlands sagði hann að stjórnvöld væru tilbúin til að biðja Rússa um að berjast sér við hlið ef þörf væri á. Moualem tók þó fram að engir slíkir hermenn væru staddir í Sýrlandi. Yfirvöld í Rússlandi segja tilgang aðgerða sinna í Sýrlandi vera að berjast gegn hryðjuverkum, vernda Sýrland sem ríki og að koma í veg fyrir stórslys á svæðinu. Sjá einnig: Tilbúnir til viðræðna við Rússland Bandaríkin og bandamenn þeirra óttast að aukin þátttaka Rússa í átökunum í Sýrlandi myndu draga stríðið á langinni. Þeir vilja losna við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem fyrst. Bandaríkin, Sádi-Arabía og Tyrkland hafa stutt við bakið á uppreisnarhópum sem berjast gegn stjórnarhernum og Assad. Aftur á móti hefur Assad verið studdur af Rússum, Íran og Hezbollah samtökunum frá Líbanon. Stjórnarher Sýrlands gerði í dag loftárásir á borgina Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en sýrlensku samtökin Syrian Observatory for Human Rights, segja minnst átján hafa fallið í þeim.
Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira