Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. september 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira