Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Hard Rock Café var starfrækt í Kringlunni á árunum 1987 til 2005. Fréttablaðið/Einar Ólason Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005.
Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17
Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06
Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04
Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38