Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. september 2015 20:00 Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón. Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón.
Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50