Isavia hagnast um hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2015 17:05 Starfsemi Isavia á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar á fyrri árshelmingi. Vísir/Stefán Karlsson Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira