Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2015 10:53 Ljósmyndir sem teknar voru af líki hins þriggja ára Aylan vöktu heimsathygli eftir að þær voru birtar í fjölmiðlum um allan heim. Mynd/Twitter/Getty Franska tímaritið Charlie Hebdo er með skopmynd af sýrlenska drengnum Aylan Kurdi þar sem hann liggur látinn í sjávarmálinu í Tyrklandi á forsíðu nýjasta tölublaðs síns. Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. Átta mánuðir eru nú liðnir frá árásunum á ritstjórnarskrifstofu blaðsins þar sem tólf létust. Ljósmyndir sem teknar voru af líki hins þriggja ára Aylan vöktu heimsathygli eftir að þær voru birtar í fjölmiðlum um allan heim. Á forsíðu blaðsins er að finna textann „Velkomnir flóttamenn!“ Fyrir ofan myndina af Aylan stendur „Svo nálægt markinu en...“, auk þess að á ströndinni er að finna skilti með mynd af trúði og skilaboðunum „Tilboð! Tvær barnamáltíðir á verði einnar.“ Á annarri útgáfu forsíðunnar er að finna mynd af Jesú og drukknuðu barni með textanum „Sönnun þess að Evrópa er kristin. Kristnir ganga á vatni – múslímsk börn drukkna.“ Fjölskylda Aylan var á flótta frá borgarastríðinu í Sýrlandi, en faðir Aylan komst einn lífs af eftir að bátur þeirra sökk þegar honum var siglt frá Tyrklandi á leið til grísku eyjarinnar Kos. Auk Aylan, fórst bróðir hans og móðir á leiðinni.#CharlieHebdo Welcome to the migrants, so close to the goal...promotional offer: kids menu 2 for the price of 1" pic.twitter.com/LjqTUnBVAZ— Abu Basim (@islamaideology) September 12, 2015 Charlie Hebdo's new cover "Proof that Europe is Christian - Christians walk on water - Muslim kids drown" speechless pic.twitter.com/xsbZ5fjwNz— Rim (@SimplyRim) September 13, 2015 Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Franska tímaritið Charlie Hebdo er með skopmynd af sýrlenska drengnum Aylan Kurdi þar sem hann liggur látinn í sjávarmálinu í Tyrklandi á forsíðu nýjasta tölublaðs síns. Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. Átta mánuðir eru nú liðnir frá árásunum á ritstjórnarskrifstofu blaðsins þar sem tólf létust. Ljósmyndir sem teknar voru af líki hins þriggja ára Aylan vöktu heimsathygli eftir að þær voru birtar í fjölmiðlum um allan heim. Á forsíðu blaðsins er að finna textann „Velkomnir flóttamenn!“ Fyrir ofan myndina af Aylan stendur „Svo nálægt markinu en...“, auk þess að á ströndinni er að finna skilti með mynd af trúði og skilaboðunum „Tilboð! Tvær barnamáltíðir á verði einnar.“ Á annarri útgáfu forsíðunnar er að finna mynd af Jesú og drukknuðu barni með textanum „Sönnun þess að Evrópa er kristin. Kristnir ganga á vatni – múslímsk börn drukkna.“ Fjölskylda Aylan var á flótta frá borgarastríðinu í Sýrlandi, en faðir Aylan komst einn lífs af eftir að bátur þeirra sökk þegar honum var siglt frá Tyrklandi á leið til grísku eyjarinnar Kos. Auk Aylan, fórst bróðir hans og móðir á leiðinni.#CharlieHebdo Welcome to the migrants, so close to the goal...promotional offer: kids menu 2 for the price of 1" pic.twitter.com/LjqTUnBVAZ— Abu Basim (@islamaideology) September 12, 2015 Charlie Hebdo's new cover "Proof that Europe is Christian - Christians walk on water - Muslim kids drown" speechless pic.twitter.com/xsbZ5fjwNz— Rim (@SimplyRim) September 13, 2015
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Abdullah Kurdi segir að fljótlega eftir að báturinn sigldi frá ströndum Tyrklands hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. 3. september 2015 18:32
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45