Erlent

Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. Met var slegið en alls fóru 5.809 inn fyrir landamærin en áður höfðu mest 4.330 komið til landsins á einum degi.

Ástæðan er hert lög sem taka gildi á morgun en þau veita lögreglu meðal annars heimild til að handtaka þá sem koma ólöglega til landsins.

Ungverjar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og vinna nú að því að reisa fjögurra metra háa girðingu meðfram Serbíu í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×