Innlent

Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi

Birgir Olgeirsson skrifar
Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup.
Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. Vísir
Illa fengið fé úr fíkniefnaviðskiptum kann að valda markaðsskekkju á Íslandi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og kaupum á fasteignum. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi.

Þar er fjallað um ólöglegan hagnað af skipulagðri brotastarfsemi en greiningardeild ríkislögreglustjóra telur ljóst að hér á landi sé að finna aðila, innlenda og erlenda, sem hagnast verulega af skipulagðri brotastarfsemi, einkum fíkniefnaviðskiptum.

Greiningardeildin segir reynsluna kenna að slíkir aðilar séu líklegir til að tengjast annars konar brotastarfsemi, ekki síst peningaþvætti.

„Samfélagsskaðinn sem þessir aðilar valda er því ekki bundinn við efnin sem þeir selja heldur kann hann einnig að felast í þeirri markaðsskekkju sem fylgir peningaþvætti þ.e. þegar illa fengið fé er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og kaupum á fasteignum.“

Greiningardeildin segir fíkniefni vera samfélagsvanda sem lögreglan ein fær ekki leyst. Í skýrslunni kemur fram að innan lögreglunnar sé sú skoðun almenn að umræðan í samfélaginu um fíkniefni sé úr hófi fram „jákvæð“ á þann veg að tilhneigingar gæti til að gera lítið úr skaðsemi fíkniefna.

Greiningardeildin segir það vera mat margra innan lögreglunnar að færa megi rök fyrir því að slíka umræða verði fremur til þess að ábendingum um framleiðslu, sölu og meðferð fíkniefna fækki. Er umræðan einnig talin gagna gegn viðleitni til forvarnarstarfs á þessu sviði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×