Borgarstjóri München segir borgina ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 14:33 Tíu þúsund manns komu til borgarinnar í gær. Vísir/EPA Borgarstjóri München, þriðju stærstu borgar Þýskalands, segist ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Tíu þúsund komu til borgarinnar í gær. Alls hafa sextíu þúsund flóttamenn lagt leið sína þangað frá því í lok ágúst. Tíu þúsund flóttamenn komu til München í gær og borgarstjórinn Dieter Reiter segist ekki hafa pláss fyrir fleira fólk. Mörg hundruð flóttamenn sofa á gólfi aðaljárnbrautarstöðvarinnar eftir að hafa komið með lest frá Austurríki til München. Yfirvöld eru að undirbúa að slá upp tjaldbúðum til að taka við flóttamönnum og Ólympíuleikvangurinn hefur einnig verið lagður undir. Þá hefur mætt mikið á bæjarstarfsmönnum og hjálparsamtökum sem útdeila mat og lyfjum til fólks. Borgin er þriðja stærsta borg Þýskalands og hefur tekið við sextíu þúsund flóttamönnum og innflytjendum frá mánaðamótum, en flestir þeirra koma frá Austurríki og Ungverjalandi. Búist er við að fjörutíu þúsund flóttamenn komi til Þýskalands um helgina en þýsk stjórnvöld hafa gefið út að búist sé við að um 800 þúsund sæki um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þýskaland er vinsæll áfangastaður flóttamanna frá Sýrlandi eftir að þýsk stjórnvöld gáfu það út í ágúst að tekið yrði á móti sýrlenskum flóttamönnum, líka þeim sem mætti senda til baka til fyrsta áfangastaðar þeirra í Evrópu eins og Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvað eftir annað biðlað til nágrannaþjóðanna um að hlaupast ekki undan ábyrgð. Ekkert bendir til þess að það dragi úr straumi flóttamanna. Á morgun hittast dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna til að ræða hvernig skipta megi niður um fjörutíu þúsund flóttamönnum. Strax í kjölfarið verður rætt hvað gera eigi við hundrað þúsund til viðbótar. Ljóst er að lönd Austur-Evrópu eru ekki tilbúin til að taka við þeim og Þjóðverjar búast við að þúsundir haldi áfram að streyma til Þýskalands frá Ungverjalandi og Serbíu. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa viljað loka landamærunum til að halda flóttamönnum í skefjum og kanslari Austurríkis líkti stefnu þeirra í gær við meðferð nasista í Þýskalandi á Gyðingum. Tengdar fréttir Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41 Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Borgarstjóri München, þriðju stærstu borgar Þýskalands, segist ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Tíu þúsund komu til borgarinnar í gær. Alls hafa sextíu þúsund flóttamenn lagt leið sína þangað frá því í lok ágúst. Tíu þúsund flóttamenn komu til München í gær og borgarstjórinn Dieter Reiter segist ekki hafa pláss fyrir fleira fólk. Mörg hundruð flóttamenn sofa á gólfi aðaljárnbrautarstöðvarinnar eftir að hafa komið með lest frá Austurríki til München. Yfirvöld eru að undirbúa að slá upp tjaldbúðum til að taka við flóttamönnum og Ólympíuleikvangurinn hefur einnig verið lagður undir. Þá hefur mætt mikið á bæjarstarfsmönnum og hjálparsamtökum sem útdeila mat og lyfjum til fólks. Borgin er þriðja stærsta borg Þýskalands og hefur tekið við sextíu þúsund flóttamönnum og innflytjendum frá mánaðamótum, en flestir þeirra koma frá Austurríki og Ungverjalandi. Búist er við að fjörutíu þúsund flóttamenn komi til Þýskalands um helgina en þýsk stjórnvöld hafa gefið út að búist sé við að um 800 þúsund sæki um hæli í Þýskalandi á þessu ári. Þýskaland er vinsæll áfangastaður flóttamanna frá Sýrlandi eftir að þýsk stjórnvöld gáfu það út í ágúst að tekið yrði á móti sýrlenskum flóttamönnum, líka þeim sem mætti senda til baka til fyrsta áfangastaðar þeirra í Evrópu eins og Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvað eftir annað biðlað til nágrannaþjóðanna um að hlaupast ekki undan ábyrgð. Ekkert bendir til þess að það dragi úr straumi flóttamanna. Á morgun hittast dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna til að ræða hvernig skipta megi niður um fjörutíu þúsund flóttamönnum. Strax í kjölfarið verður rætt hvað gera eigi við hundrað þúsund til viðbótar. Ljóst er að lönd Austur-Evrópu eru ekki tilbúin til að taka við þeim og Þjóðverjar búast við að þúsundir haldi áfram að streyma til Þýskalands frá Ungverjalandi og Serbíu. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa viljað loka landamærunum til að halda flóttamönnum í skefjum og kanslari Austurríkis líkti stefnu þeirra í gær við meðferð nasista í Þýskalandi á Gyðingum.
Tengdar fréttir Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41 Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. 6. september 2015 09:41
Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun. 12. september 2015 16:42