Óska aftur eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2015 20:33 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/VG Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Sjá meira
Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Sjá meira