Innlent

Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ríflega hundrað og fjörutíu hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa dregið uppsagnir sínar til baka, en um tvö hundruð og fimmtíu sögðu upp vegna kjaradeilu við ríkið.
 

Um þrjú hundruð starfsmenn Landspítalans sögðu upp störfum í sumar vegna eftir að lög voru sett á verkfallsaðgerðir þeirra. Þetta voru hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar og ljósmóðir.

Uppsagnir um tvö hundruð og fimmtíu hjúkrunarfræðinga áttu flestar að koma til framkvæmda eftir þrjár vikur eða 1. október. Nú hefur hins vegar stór hluti hjúkrunarfræðinganna dregið uppsagnir sínar til baka eða 143. Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 


Forstjóri segir málin þokast í rétta átt

„Það er ánægjulegt að meirihluti uppsagna hefur verið dregin til baka en við höldum áfram að vinna þétt með okkar fólki við að reyna að mæta áhyggju þeirra af starfsumhverfi og bæta það og sem sagt ná þeirri sátt að fólk sé tilbúið til að koma til baka og vinna hjá okkur. Það virðist vera að þokast í rétta átt og það er mjög ánægjulegt,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.

Hann segir það hafa mikla þýðingu fyrir spítalann að svo margir starfsmenn vilji starfa áfram á spítalanum. Hins vegar sé það áhyggjuefni að enginn 26 lífeindafræðinga sem sagt hafa upp störfum hafi dregið uppsögn sína til baka. „Ég vona að sem flestir eða allir dragi uppsagnir sína til baka en það verður bara að koma í ljós þetta eru auðvitað einstaklingsbundnar ákvarðanir fólks,“ segir Páll.

Tengdar fréttir

Framtíð hjúkrunar á Íslandi er áhyggjuefni

Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×