Erlent

Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi

Atli Ísleifsson skrifar
Tugþúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa komið frá Serbíu til Ungverjalands á síðustu vikum.
Tugþúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa komið frá Serbíu til Ungverjalands á síðustu vikum. Vísir/AFP
Innanríkisráðherra Ungverjalands hefur lagt til að neyðarástandi verði lýst yfir í landinu frá og með þriðjudeginum 15. september næstkomandi vegna gríðarlegs straums flóttamanna.

Talsmaður Viktor Orbán forsætisráðherra greindi frá þessu í samtali við Reuters.

Um 3.700 manns hafa haldið frá Ungverjalandi til Austurríkis það sem af er degi, en flestir þeirra hyggjast halda ferð sinni áfram til Þýskalands.

Tugþúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa komið frá Serbíu til Ungverjalands á síðustu vikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×