Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2015 13:19 Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari er hér fyrir miðri mynd. vísir/gva Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. Gert hafði verið ráð fyrir því að tala hennar gæti orðið allt að fjögurra klukkustunda löng en þegar upp var staðið hafði saksóknari talað í tæpar þrjár. Í upphafi máls síns vék Arnþrúður að frávísunarkröfum verjenda í málinu. Hafa þeir meðal annars sett út á framkvæmd yfirheyrslna og símhleranna, haldið því fram að gögnum hafi verið haldið frá þeim, að brotið sé gegn ákvæðum sakamálalaga um að mál gegn einum sakborningi skuli rekin saman og að verknaðarlýsingin í ákæru sé ekki nægilega skýr. Arnþrúður benti á að mál skyldu rekin í sameiningu eftir því sem verður komið. Umfang þeirra mála sem séu á borði sérstaks saksóknara sé hins vegar svo mikill að ógerningur sé að reka þau öll í einu máli. Einnig verði að huga að þeim sakborningum sem séu aðeins ákærðir í einu máli. Varðandi leiðandi spurningar við rannsókn málsins benti hún á að slíkum kröfum hefði áður verið hafnað af Hæstarétti og bæri einnig að hafna í máli þessu. „Vitnisburði vitnisins Jóns Óttars Ólafssonar var hafnað af vitnunum Sveini Ingiberg Magnússyni og Hinriki Pálssyni sem einnig komu að hlerunum og báru vitni fyrir dómnum,“ sagði Arnþrúður. Hún sagði einnig að Jón Óttar hefði verið ákærður fyrir opinbert brot í starfi og hefði borið illan hug til embætti sérstaks síðan þá. „Réttmætt er að meta framburð hans með tilliti til þess.“Gögn málsins benda til að samningur hafi aldrei verið til Því næst sneri Arnþrúður að þeim hlutum sem ákært er fyrir í málinu. Fyrsti hluti hennar snýr að þriggja milljarða millifærslu í desember 2007 frá Kaupþing á Íslandi til dótturfélags síns í Lúxemborg en þaðan runnu peningarnir til félagsins Marple Holding SPF. Arnþrúður benti á að framburður ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar fyrir dómi væri talsvert á annan veg en við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hjá lögreglu kannaðist hvorugur þeirra um nokkurn samning í tengslum við viðskipti tengd valrétti en fyrir dómi rak þá minni til slíks samnings. Samningurinn hefur aldrei fundist en Hreiðar Már hefur sagt að hann hefði verið að finna í læstri hirslu á skrifstofu sinni en þar var aldrei leitað. Að mati saksóknara var aldrei nokkur samningur og allar staðhæfingar um slíkt aðeins yfirklór. Máli sínu til stuðnings benti Arnþrúður á að samningurinn hefði átt að koma inn á borð deild fjárstýringa hjá Kaupþingi. Starfsmenn deildarinnar sögðu í vitnaleiðslum að slíkur samningur hefði átt að skila sér til þeirra á endanum. „Verðmæti slíks valréttarsamnings hefði verið töluvert hefði slíkur samningur verið gerður og hefði Marple þurft að greiða fyrir réttinn,“ sagði Arnþrúður. Lauslega útreiknað hefði verðmæti hans verið í kringum sexhundruð milljónir króna. Einnig hefði afliðudeild bankans þurft að grípa til varna vegna viðskipta af slíkri stærðargráðu. Starfsmenn fjárstýringar báru við í vitnaleiðslum að allir samningar þeirra hefðu verið varðir en ekki verði séð af gögnum málsins að starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi gert það í þessu tilfelli. „Villur á fylgiskjölum í bókhaldi bankans renna einnig stoðum undir það að ekki hafi verið um raunveruleg viðskipti að ræða,“ sagði Arnþrúður og bætti við að allt benti til þess að gögnin hafi verið útbúin eftir á en ekki að niðurstaðan hafi fengist út frá samningsforsendunum. „Þetta var tilraun til að réttlæta færslu sem hafði verið framkvæmd með vísan til samnings sem var ekki til staðar.“ Er kom að því að heimfæra háttsemina undir 247. gr. almennra hegningarlaga benti saksóknari á að ákærði Hreiðar Már og Guðný Arna hafi bæði haft vörslu yfir peningum Kaupþings. Fyrirmæli Guðnýjar hafi nægt til að undirmenn hennar myndu millifæra fjármuni þá er um ræddi. „Er um samverknað er að ræða, líkt og í máli þessu, þarf aðeins einn að hafa vörslu yfir fjármununum sem um ræðir. Framburður Guðnýjar um að hún hafi aðeins fylgt fyrirmælum Hreiðars í blindini leiða ekki til sýknu hennar,“ sagði Arnþrúður.Ekkert bendir til annars en að Skúli hafi átt Marple Hún sneri máli sínu einnig að Skúla Þorvaldssyni og sagði að framburður hans hefði tekið miklum breytingum milli yfirheyrslna. Í upphafi hafi hann verið yfirheyrður sem vitni en síðar hafi réttarstaða hans breyst. „Er Skúli kom fyrst til lögreglu sagðist hann vera „beneficial owner“ félagsins en síðar meir bar hann því við að öll vitneskja hann um félagið hefði verið tilkomin eftir hrun.“ Síðar meir hafi hann rengt það að undirskriftir á stofnskjölum félagsins væru hans eigin en dregið það til baka er rithandarrannsókn leiddi í ljós að þær væru hans. Að auki voru þau send út til Lúxemborgar úr faxtæki á heimili hans. „Einnig undirritaði Skúli fundargerðir og lánaskjöl fyrir hönd félagsins,“ sagði Arnþrúður. Vísar hún þar til tveggja skjala, annars dagsett í febrúar 2008 en hitt var án dagsetningar. Var þar að ræða um fundargerð og lánalínu Kaupþings Lúxemborg til Marple. „Í yfirheyrslum hjá lögreglu báru vitni því við að yfirleitt væru slík skjöl undirrituð saman. Skúli er því sannarlega eigandi félagsins og fullkomlega meðvitaður um það í febrúar 2008.“ Skúli er ákærður fyrir að halda eftir fjármunum sem hann vissi að væru fengnir með ólögmætum hætti. „Í það minnsta hefur hann jákvæða afstöðu til brota, þ.e. hann lét það í veðri vaka að kynna sér staðreyndir sem hann hafði grun um að gætu verið óþægilegar. Það skapar honum sök,“ sagði saksóknari.Framburði ákærðu fyrir lögreglu og fyrir dómi ber ekki fullkomlega saman Í öðrum kafla er ákært fyrir greiðslu að upphæð rúmum þremur milljörðum króna vegna framvirks gjaldmiðlaskiptasamnings. Engin fylgigögn tengd samningnum hafa fundist hjá Kaupþingi á Íslandi en tvær staðfestingar tengdar honum fundust í Lúxemborg dagsettar 23. maí 2008. Millifærslan sjálf var framkvæmd í lok júní. Framburði ákærðu fyrir lögreglu og fyrir dómi ber ekki fullkomlega saman. „Það er ljóst að fjárstýring Kaupþings hefði átt að koma að slíkum samningi enda hefðu hátt í þrjátíu milljarðar getað verið undir í honum. Einnig þykir afar óeðlilegt að samningurinn hafi verið undirritaður af Hreiðari Má og Magnúsi og einnig vottaður af Guðný Örnu,“ sagði Arnþrúður en starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg mundu ekki eftir fleiri atvikum þar sem sá háttur var viðhafður. Saksóknari telur það vera eitt þeirra atvika sem bendir til þess að samningurinn hafi aldrei verið til staðar heldur hafi gögnin verið útbúin eftir á. Meðal annara hluta sem benda til þess er að formið á þeim skjölum sem fundust hafi ekki verið í fullkomnu samræmi við það sem sást á öðrum skjölum bankans. Einnig sé að finna reiknivillur í gögnunum sem benda til þess að þau hafi verið útbúin eftir á til að láta samninginn stemma við töluna en ekki öfugt. Einig hafi verið miðað við vitlaust gengi. Að auki er útilokað að Hreiðar, Guðný og Magnús hafi getað undirritað samninginn 23. maí 2008 þar sem þau voru ekki á sama stað. Einu viðskiptin þar sem bréfin eru keypt til baka á nafnvirði.„Mátt vera ljóst að samningurinn olli bankanum tjóni“ Þriðji hluti ákærunnar snýr að kaupum Kaupþings á eigin skuldabréfum. Það hafi verið yfirlýst stefna bankans í upphafi árs að kaupa þau til baka á sem hagstæðustu verði. Magnúsi og Kaupþingi í Lúxemborg hafði verið falið þetta verkefni fyrir hönd móðurfélagsins enda taldi Hreiðar Már „það slæmt ef það spyrðist út að bankinn væri að þessu.“ Að auki var Lúxemborg nær mörkuðunum og í betri aðstöðu. Viðskiptin með þessi sérstöku bréf sem keypt voru af Marple þykja hins vegar sérstök að því leiti að þau voru keypt á nafnvirði en ekki afföllum líkt og öll önnur slík viðskipti bankans á tímabilinu. Hafi það orsakað það að Marple hafi hagnast á óeðlilegan hátt, um tæpa tvo milljarða króna, á kaupunum. „Hreiðari Má, Magnúsi og Guðný Örnu mátti vera fullljóst að þetta fæli í sér auðgun seljanda á kostnað Kaupþings. Engin rök lágu fyrir því að kaupa bréfin á nafnvirði,“ sagði saksóknari. „Alls eru þetta um átta milljarðar króna sem renna til Marple í þremur skrefum og allt er það óútskýrt og alfarið á skjön við verklagsreglur bankans.“ Skúli og Guðný Arna eru með hreint sakavottorð en bæði Magnús og Hreiðar hlutu dóma í Al-Thani málinu. Einnig hlaut Hreiðar dóm í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Saksóknari fór fram á að í ljósi þessa yrði Hreiðari og Magnúsi dæmdur hegningarauki vegna þessa. Allt að sex ára fangelsi liggur við fjárdrætti en hefur saksóknari mælst til þess að heimild til aukinnar refsingar verði nýtt. Einnig benti hún á að í dómi Hæstaréttar, nr. 442/2011, að sakborningar þar hafi fengið fjögur og hálft ár fyrir verknaðinn. Þar hafi upphæðin hins vegar verið mun lægri. Einnig beri að hafa það til hliðsjónar. Að auki er gerð krafa um upptöku á eigum félaga í eigu Skúla Þorvaldssonar. Munnlegur málflutningur heldur áfram eftir hádegi en þá flytja mál sitt verjendur Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu, þeir Hörður Felix Harðarson og Sigurður G. Guðjónsson. Tengdar fréttir Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46 Hlustun hætt um leið og ljóst var að símtal var milli verjanda og sakbornings Lögreglufulltrúar hjá sérstökum saksóknara voru meðal þeirra sem báru vitni í dag. 9. september 2015 19:00 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. Gert hafði verið ráð fyrir því að tala hennar gæti orðið allt að fjögurra klukkustunda löng en þegar upp var staðið hafði saksóknari talað í tæpar þrjár. Í upphafi máls síns vék Arnþrúður að frávísunarkröfum verjenda í málinu. Hafa þeir meðal annars sett út á framkvæmd yfirheyrslna og símhleranna, haldið því fram að gögnum hafi verið haldið frá þeim, að brotið sé gegn ákvæðum sakamálalaga um að mál gegn einum sakborningi skuli rekin saman og að verknaðarlýsingin í ákæru sé ekki nægilega skýr. Arnþrúður benti á að mál skyldu rekin í sameiningu eftir því sem verður komið. Umfang þeirra mála sem séu á borði sérstaks saksóknara sé hins vegar svo mikill að ógerningur sé að reka þau öll í einu máli. Einnig verði að huga að þeim sakborningum sem séu aðeins ákærðir í einu máli. Varðandi leiðandi spurningar við rannsókn málsins benti hún á að slíkum kröfum hefði áður verið hafnað af Hæstarétti og bæri einnig að hafna í máli þessu. „Vitnisburði vitnisins Jóns Óttars Ólafssonar var hafnað af vitnunum Sveini Ingiberg Magnússyni og Hinriki Pálssyni sem einnig komu að hlerunum og báru vitni fyrir dómnum,“ sagði Arnþrúður. Hún sagði einnig að Jón Óttar hefði verið ákærður fyrir opinbert brot í starfi og hefði borið illan hug til embætti sérstaks síðan þá. „Réttmætt er að meta framburð hans með tilliti til þess.“Gögn málsins benda til að samningur hafi aldrei verið til Því næst sneri Arnþrúður að þeim hlutum sem ákært er fyrir í málinu. Fyrsti hluti hennar snýr að þriggja milljarða millifærslu í desember 2007 frá Kaupþing á Íslandi til dótturfélags síns í Lúxemborg en þaðan runnu peningarnir til félagsins Marple Holding SPF. Arnþrúður benti á að framburður ákærðu Hreiðars Más og Magnúsar fyrir dómi væri talsvert á annan veg en við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hjá lögreglu kannaðist hvorugur þeirra um nokkurn samning í tengslum við viðskipti tengd valrétti en fyrir dómi rak þá minni til slíks samnings. Samningurinn hefur aldrei fundist en Hreiðar Már hefur sagt að hann hefði verið að finna í læstri hirslu á skrifstofu sinni en þar var aldrei leitað. Að mati saksóknara var aldrei nokkur samningur og allar staðhæfingar um slíkt aðeins yfirklór. Máli sínu til stuðnings benti Arnþrúður á að samningurinn hefði átt að koma inn á borð deild fjárstýringa hjá Kaupþingi. Starfsmenn deildarinnar sögðu í vitnaleiðslum að slíkur samningur hefði átt að skila sér til þeirra á endanum. „Verðmæti slíks valréttarsamnings hefði verið töluvert hefði slíkur samningur verið gerður og hefði Marple þurft að greiða fyrir réttinn,“ sagði Arnþrúður. Lauslega útreiknað hefði verðmæti hans verið í kringum sexhundruð milljónir króna. Einnig hefði afliðudeild bankans þurft að grípa til varna vegna viðskipta af slíkri stærðargráðu. Starfsmenn fjárstýringar báru við í vitnaleiðslum að allir samningar þeirra hefðu verið varðir en ekki verði séð af gögnum málsins að starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi gert það í þessu tilfelli. „Villur á fylgiskjölum í bókhaldi bankans renna einnig stoðum undir það að ekki hafi verið um raunveruleg viðskipti að ræða,“ sagði Arnþrúður og bætti við að allt benti til þess að gögnin hafi verið útbúin eftir á en ekki að niðurstaðan hafi fengist út frá samningsforsendunum. „Þetta var tilraun til að réttlæta færslu sem hafði verið framkvæmd með vísan til samnings sem var ekki til staðar.“ Er kom að því að heimfæra háttsemina undir 247. gr. almennra hegningarlaga benti saksóknari á að ákærði Hreiðar Már og Guðný Arna hafi bæði haft vörslu yfir peningum Kaupþings. Fyrirmæli Guðnýjar hafi nægt til að undirmenn hennar myndu millifæra fjármuni þá er um ræddi. „Er um samverknað er að ræða, líkt og í máli þessu, þarf aðeins einn að hafa vörslu yfir fjármununum sem um ræðir. Framburður Guðnýjar um að hún hafi aðeins fylgt fyrirmælum Hreiðars í blindini leiða ekki til sýknu hennar,“ sagði Arnþrúður.Ekkert bendir til annars en að Skúli hafi átt Marple Hún sneri máli sínu einnig að Skúla Þorvaldssyni og sagði að framburður hans hefði tekið miklum breytingum milli yfirheyrslna. Í upphafi hafi hann verið yfirheyrður sem vitni en síðar hafi réttarstaða hans breyst. „Er Skúli kom fyrst til lögreglu sagðist hann vera „beneficial owner“ félagsins en síðar meir bar hann því við að öll vitneskja hann um félagið hefði verið tilkomin eftir hrun.“ Síðar meir hafi hann rengt það að undirskriftir á stofnskjölum félagsins væru hans eigin en dregið það til baka er rithandarrannsókn leiddi í ljós að þær væru hans. Að auki voru þau send út til Lúxemborgar úr faxtæki á heimili hans. „Einnig undirritaði Skúli fundargerðir og lánaskjöl fyrir hönd félagsins,“ sagði Arnþrúður. Vísar hún þar til tveggja skjala, annars dagsett í febrúar 2008 en hitt var án dagsetningar. Var þar að ræða um fundargerð og lánalínu Kaupþings Lúxemborg til Marple. „Í yfirheyrslum hjá lögreglu báru vitni því við að yfirleitt væru slík skjöl undirrituð saman. Skúli er því sannarlega eigandi félagsins og fullkomlega meðvitaður um það í febrúar 2008.“ Skúli er ákærður fyrir að halda eftir fjármunum sem hann vissi að væru fengnir með ólögmætum hætti. „Í það minnsta hefur hann jákvæða afstöðu til brota, þ.e. hann lét það í veðri vaka að kynna sér staðreyndir sem hann hafði grun um að gætu verið óþægilegar. Það skapar honum sök,“ sagði saksóknari.Framburði ákærðu fyrir lögreglu og fyrir dómi ber ekki fullkomlega saman Í öðrum kafla er ákært fyrir greiðslu að upphæð rúmum þremur milljörðum króna vegna framvirks gjaldmiðlaskiptasamnings. Engin fylgigögn tengd samningnum hafa fundist hjá Kaupþingi á Íslandi en tvær staðfestingar tengdar honum fundust í Lúxemborg dagsettar 23. maí 2008. Millifærslan sjálf var framkvæmd í lok júní. Framburði ákærðu fyrir lögreglu og fyrir dómi ber ekki fullkomlega saman. „Það er ljóst að fjárstýring Kaupþings hefði átt að koma að slíkum samningi enda hefðu hátt í þrjátíu milljarðar getað verið undir í honum. Einnig þykir afar óeðlilegt að samningurinn hafi verið undirritaður af Hreiðari Má og Magnúsi og einnig vottaður af Guðný Örnu,“ sagði Arnþrúður en starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg mundu ekki eftir fleiri atvikum þar sem sá háttur var viðhafður. Saksóknari telur það vera eitt þeirra atvika sem bendir til þess að samningurinn hafi aldrei verið til staðar heldur hafi gögnin verið útbúin eftir á. Meðal annara hluta sem benda til þess er að formið á þeim skjölum sem fundust hafi ekki verið í fullkomnu samræmi við það sem sást á öðrum skjölum bankans. Einnig sé að finna reiknivillur í gögnunum sem benda til þess að þau hafi verið útbúin eftir á til að láta samninginn stemma við töluna en ekki öfugt. Einig hafi verið miðað við vitlaust gengi. Að auki er útilokað að Hreiðar, Guðný og Magnús hafi getað undirritað samninginn 23. maí 2008 þar sem þau voru ekki á sama stað. Einu viðskiptin þar sem bréfin eru keypt til baka á nafnvirði.„Mátt vera ljóst að samningurinn olli bankanum tjóni“ Þriðji hluti ákærunnar snýr að kaupum Kaupþings á eigin skuldabréfum. Það hafi verið yfirlýst stefna bankans í upphafi árs að kaupa þau til baka á sem hagstæðustu verði. Magnúsi og Kaupþingi í Lúxemborg hafði verið falið þetta verkefni fyrir hönd móðurfélagsins enda taldi Hreiðar Már „það slæmt ef það spyrðist út að bankinn væri að þessu.“ Að auki var Lúxemborg nær mörkuðunum og í betri aðstöðu. Viðskiptin með þessi sérstöku bréf sem keypt voru af Marple þykja hins vegar sérstök að því leiti að þau voru keypt á nafnvirði en ekki afföllum líkt og öll önnur slík viðskipti bankans á tímabilinu. Hafi það orsakað það að Marple hafi hagnast á óeðlilegan hátt, um tæpa tvo milljarða króna, á kaupunum. „Hreiðari Má, Magnúsi og Guðný Örnu mátti vera fullljóst að þetta fæli í sér auðgun seljanda á kostnað Kaupþings. Engin rök lágu fyrir því að kaupa bréfin á nafnvirði,“ sagði saksóknari. „Alls eru þetta um átta milljarðar króna sem renna til Marple í þremur skrefum og allt er það óútskýrt og alfarið á skjön við verklagsreglur bankans.“ Skúli og Guðný Arna eru með hreint sakavottorð en bæði Magnús og Hreiðar hlutu dóma í Al-Thani málinu. Einnig hlaut Hreiðar dóm í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Saksóknari fór fram á að í ljósi þessa yrði Hreiðari og Magnúsi dæmdur hegningarauki vegna þessa. Allt að sex ára fangelsi liggur við fjárdrætti en hefur saksóknari mælst til þess að heimild til aukinnar refsingar verði nýtt. Einnig benti hún á að í dómi Hæstaréttar, nr. 442/2011, að sakborningar þar hafi fengið fjögur og hálft ár fyrir verknaðinn. Þar hafi upphæðin hins vegar verið mun lægri. Einnig beri að hafa það til hliðsjónar. Að auki er gerð krafa um upptöku á eigum félaga í eigu Skúla Þorvaldssonar. Munnlegur málflutningur heldur áfram eftir hádegi en þá flytja mál sitt verjendur Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu, þeir Hörður Felix Harðarson og Sigurður G. Guðjónsson.
Tengdar fréttir Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46 Hlustun hætt um leið og ljóst var að símtal var milli verjanda og sakbornings Lögreglufulltrúar hjá sérstökum saksóknara voru meðal þeirra sem báru vitni í dag. 9. september 2015 19:00 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30
Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46
Hlustun hætt um leið og ljóst var að símtal var milli verjanda og sakbornings Lögreglufulltrúar hjá sérstökum saksóknara voru meðal þeirra sem báru vitni í dag. 9. september 2015 19:00