Stjórnvöld sem hlusta á vilja fólksins láta mennskuna ráða för Magnús Guðmundsson skrifar 10. september 2015 11:05 Teju Cole á alþjóðlegan bakgrunn og sér heiminn með augum heimsborgarans. Visir/Vilhelm Rithöfundurinn Teju Cole er fæddur í Bandaríkjunum árið 1975, sonur nígerískra foreldra, alinn upp í Nígeríu en búsettur í Brooklyn. Í gærkvöldi flutti Teju Cole opnunarræðuna á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík við góðar undirtektir en hvað skyldi hafa dregið alþjóðlegan höfund norður á hjara veraldar?Heillandi andstæða „Ég hef verið svo heppinn að alþjóðlegt líf og umhverfi hefur alla tíð verið hluti af mínu lífi. Uppeldi mitt og umhverfi hefur gert mér mögulegt að eiga í sambandi við það sem höfðar til mín í veröldinni. Ég geri mér grein fyrir að Ísland er fámenn þjóð en hér er ákaflega sterk menningarhefð og þegar maður kynnist henni þá skynjar maður einhverja óræða ákefð. Um það leyti sem ég var að byrja að takast á við mín eigin skrif var ég svo heppinn að vinur minn kynnti mig fyrir verkum Laxness og þá sérstaklega Sjálfstæðu fólki. Mér fannst það strax vera ein af þessum stóru skáldsögum sem er að finna í heiminum, ekki aðeins vegna þess að hún segir frá ákveðnum hlutum sem snúa að tilteknum hluta heimsins, heldur ekki síður vegna þess að hún er svo sammannleg. Þegar maður uppgötvar og nýtur einhvers svona innilega, og er í senn eitthvað sem er ekki allra, þá myndar maður ákaflega sterk tengsl við það. Þannig að mér þykir vænt um samband mitt við Laxness. En ég hafði samt alltaf verið forvitinn um menningu og mannlíf á stað eins og þessum. Ég er alinn upp í Lagos í Nígeríu í heitri mannmergðinni og andstæða eins og Ísland er því afar forvitnileg. Að ímynda sér fólk sem er alið upp við það að horfa á þennan stóra sjóndeildarhring, að horfa á fjöll og jökla er forvitnilegt og vel það. Hvernig skapar það öðruvísi manneskjur en í því umhverfi sem ég er alinn upp í? Ísland er andstæðan við það sem ég þekki og forvitnin hlaut því að vakna. Þessi andstæða við minn bakgrunn hefur hjálpað mér og eflt mig í að kynnast íslenskri menningu og list.“Eins og heima hjá mér Teju Cole á sér fleiri hliðar en skriftirnar en hann er sagnfræðingur að mennt og starfar einnig sem ljósmyndari. Hann segist gera sér grein fyrir þeim mikla áhuga sem aðrir ljósmyndarar hafa á Íslandi, landslaginu og birtunni, þó sé áhugi hans fremur annars eðlis. „Mig langar meira til þess að kanna hversdaginn, ruslatunnurnar, götuskiltin, litinn á húsunum og manneskjuna sem býr í þessu umhverfi. Nýr staður er alltaf spennandi sjónrænt séð en ég vil ekki vera fastur í hinu dæmigerða því ég er spenntari fyrir því sem tengir til dæmis Reykjavík við aðra staði í heiminum. Þannig að ég er í stöðugri leit að þessu sameiginlega og samtímalega. Hið sama gildir um mig sem höfund. Ég er alltaf að reyna að skilja það sem við eigum sameiginlegt því það er svo auðvelt að taka það sem aðskilur okkur. Tökum mig sem dæmi, sem er alinn upp í heitu mannmörgu landi; ég get komið hingað í þetta samfélag og í raun liðið eins og ég sé heima hjá mér. Fólk á svo margt sameiginlegt og þá á ég ekki við eitthvað lítið og sætt heldur stærri myndina, bæði menningarlega og í daglegu lífi.“Lýðræðislegur vandi Þetta leiðir okkur að pólitíkinni og Teju Cole hefur athyglisvert sjónarhorn á flóttamannavandann sem blasir við og vex með hverjum degi. Vandi sem er vissulega sammannlegur og hnattrænn í hans huga. „Það er ekki flóttamannavandi í Evrópu. Það er flóttamannavandi í Sýrlandi þar sem lífi fólks hefur verið snúið gjörsamlega á hvolf. Fyrir Evrópu er þetta vandamál mun fremur óþægindi en fyrir flóttamennina sjálfa er þetta svo sannarlega krísa. Mín afstaða gagnvart Evrópu í þessum efnum er að af völdum ótta og afturhaldssemi sé þetta fremur vandamál ríkisstjórna en almennings. Almenningur vill hjálpa. Almenningur vill vera hluti af lausninni og hefur ótvírætt mun mannlegri afstöðu til krísunnar en stjórnvöld. Þannig að vandinn í Evrópu er að mínu mati lýðræðislegur. Hvernig framkvæmum við vilja fólksins á stjórnvaldsstigi? Það er vandinn. Staðan á Íslandi er lýsandi fyrir þennan lýðræðisvanda. Stjórnvöld eru varfærin og afturhaldssöm og segjast ætla að hjálpa 50 flóttamönnum. En þjóðin er í eðli sínu mannlegri en ríkisstjórnin og krefst þess að þið gerið betur og þarna hefur myndast gjá á milli vilja þjóðarinnar og vilja ríkisstjórnarinnar. Það er það sem ég á við með að vandinn sé lýðræðislegur. Ég eyði miklum tíma í Evrópu þessa dagana og er á því að Evrópa þurfi að leita leiða til þess að vera lýðræðislegri og þá ekki síst í þeim málefnum er snúa að mannréttindum. Stjórnvöld á Íslandi geta verið leiðandi í þessum efnum með því að hlusta á vilja fólksins og láta mennskuna ráða för.“ Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rithöfundurinn Teju Cole er fæddur í Bandaríkjunum árið 1975, sonur nígerískra foreldra, alinn upp í Nígeríu en búsettur í Brooklyn. Í gærkvöldi flutti Teju Cole opnunarræðuna á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík við góðar undirtektir en hvað skyldi hafa dregið alþjóðlegan höfund norður á hjara veraldar?Heillandi andstæða „Ég hef verið svo heppinn að alþjóðlegt líf og umhverfi hefur alla tíð verið hluti af mínu lífi. Uppeldi mitt og umhverfi hefur gert mér mögulegt að eiga í sambandi við það sem höfðar til mín í veröldinni. Ég geri mér grein fyrir að Ísland er fámenn þjóð en hér er ákaflega sterk menningarhefð og þegar maður kynnist henni þá skynjar maður einhverja óræða ákefð. Um það leyti sem ég var að byrja að takast á við mín eigin skrif var ég svo heppinn að vinur minn kynnti mig fyrir verkum Laxness og þá sérstaklega Sjálfstæðu fólki. Mér fannst það strax vera ein af þessum stóru skáldsögum sem er að finna í heiminum, ekki aðeins vegna þess að hún segir frá ákveðnum hlutum sem snúa að tilteknum hluta heimsins, heldur ekki síður vegna þess að hún er svo sammannleg. Þegar maður uppgötvar og nýtur einhvers svona innilega, og er í senn eitthvað sem er ekki allra, þá myndar maður ákaflega sterk tengsl við það. Þannig að mér þykir vænt um samband mitt við Laxness. En ég hafði samt alltaf verið forvitinn um menningu og mannlíf á stað eins og þessum. Ég er alinn upp í Lagos í Nígeríu í heitri mannmergðinni og andstæða eins og Ísland er því afar forvitnileg. Að ímynda sér fólk sem er alið upp við það að horfa á þennan stóra sjóndeildarhring, að horfa á fjöll og jökla er forvitnilegt og vel það. Hvernig skapar það öðruvísi manneskjur en í því umhverfi sem ég er alinn upp í? Ísland er andstæðan við það sem ég þekki og forvitnin hlaut því að vakna. Þessi andstæða við minn bakgrunn hefur hjálpað mér og eflt mig í að kynnast íslenskri menningu og list.“Eins og heima hjá mér Teju Cole á sér fleiri hliðar en skriftirnar en hann er sagnfræðingur að mennt og starfar einnig sem ljósmyndari. Hann segist gera sér grein fyrir þeim mikla áhuga sem aðrir ljósmyndarar hafa á Íslandi, landslaginu og birtunni, þó sé áhugi hans fremur annars eðlis. „Mig langar meira til þess að kanna hversdaginn, ruslatunnurnar, götuskiltin, litinn á húsunum og manneskjuna sem býr í þessu umhverfi. Nýr staður er alltaf spennandi sjónrænt séð en ég vil ekki vera fastur í hinu dæmigerða því ég er spenntari fyrir því sem tengir til dæmis Reykjavík við aðra staði í heiminum. Þannig að ég er í stöðugri leit að þessu sameiginlega og samtímalega. Hið sama gildir um mig sem höfund. Ég er alltaf að reyna að skilja það sem við eigum sameiginlegt því það er svo auðvelt að taka það sem aðskilur okkur. Tökum mig sem dæmi, sem er alinn upp í heitu mannmörgu landi; ég get komið hingað í þetta samfélag og í raun liðið eins og ég sé heima hjá mér. Fólk á svo margt sameiginlegt og þá á ég ekki við eitthvað lítið og sætt heldur stærri myndina, bæði menningarlega og í daglegu lífi.“Lýðræðislegur vandi Þetta leiðir okkur að pólitíkinni og Teju Cole hefur athyglisvert sjónarhorn á flóttamannavandann sem blasir við og vex með hverjum degi. Vandi sem er vissulega sammannlegur og hnattrænn í hans huga. „Það er ekki flóttamannavandi í Evrópu. Það er flóttamannavandi í Sýrlandi þar sem lífi fólks hefur verið snúið gjörsamlega á hvolf. Fyrir Evrópu er þetta vandamál mun fremur óþægindi en fyrir flóttamennina sjálfa er þetta svo sannarlega krísa. Mín afstaða gagnvart Evrópu í þessum efnum er að af völdum ótta og afturhaldssemi sé þetta fremur vandamál ríkisstjórna en almennings. Almenningur vill hjálpa. Almenningur vill vera hluti af lausninni og hefur ótvírætt mun mannlegri afstöðu til krísunnar en stjórnvöld. Þannig að vandinn í Evrópu er að mínu mati lýðræðislegur. Hvernig framkvæmum við vilja fólksins á stjórnvaldsstigi? Það er vandinn. Staðan á Íslandi er lýsandi fyrir þennan lýðræðisvanda. Stjórnvöld eru varfærin og afturhaldssöm og segjast ætla að hjálpa 50 flóttamönnum. En þjóðin er í eðli sínu mannlegri en ríkisstjórnin og krefst þess að þið gerið betur og þarna hefur myndast gjá á milli vilja þjóðarinnar og vilja ríkisstjórnarinnar. Það er það sem ég á við með að vandinn sé lýðræðislegur. Ég eyði miklum tíma í Evrópu þessa dagana og er á því að Evrópa þurfi að leita leiða til þess að vera lýðræðislegri og þá ekki síst í þeim málefnum er snúa að mannréttindum. Stjórnvöld á Íslandi geta verið leiðandi í þessum efnum með því að hlusta á vilja fólksins og láta mennskuna ráða för.“
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira