Enski boltinn

Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði að ástæðan fyrir því að félagið hefði ekki keypt neinn leikmann fyrir utan Petr Cech í félagsskiptaglugganum vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði.

Skytturnar gengu frá kaupunum á Petr Cech frá erkifjendunum í Chelsea í upphafi félagsskiptagluggans en félagið bætti ekki við sig öðrum leikmönnum til þess að styrkja aðrar stöður hjá liðinu.

Talið var að Wenger væri á höttunum eftir framherja og var franski framherji Real Madrid, Karim Benzema, orðaður við Arsenal í allt sumar en hann virðist vera ánægður í höfuðborg Spánar.

„Í enda dagsins voru þær lausnir sem við erum að leitast eftir ekki til staðar. Við leituðumst eftir lausnum en fundum engar sem voru þess virði að fara lengra og ég er viss um að leikmennirnir sem ég hef til staðar geta leyst þetta af. Alexis, Theo og Olivier munu allir skora mörk í vetur og núna getum við vonandi einbeitt okkur að fótboltanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×