Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 11:15 Hilmar Sigurðsson hefur beðið í þrjá mánuði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum. Vísir/Ernir Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira