Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2015 21:00 Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Unnt verður að aka hring um Ísland á malbiki eftir þrjú ár, ef áform Vegagerðarinnar ná fram að ganga um að endurbyggja þjóðveginn um Berufjarðarbotn. Sjálfur hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun þó vart klárast þennan áratuginn. Tveir kaflar á hringveginum eru enn ómalbikaðir, báðir á Suðausturlandi, annar í botni Berufjarðar en hinn milli Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Þar er lengsti malarkafli hringvegarins, 25 kílómetra langur, en malarkaflinn í Berufirði er 8 kílómetra langur. Í vor tókst að leysa langvarandi deilur heima í héraði um hvar vegurinn eigi að liggja um Berufjarðarbotn og hafa landeigendur nú sameinast um eina veglínu sem Djúpavogshreppur hefur fallist á. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir verkið inni á fjögurra ára samgönguáætlun og gert ráð fyrir fjármunum þegar á næsta ári. „Þanng að ég sannarlega vona það að þetta skipulagsferli, sem nú er í gangi, geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir Andrés. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að nýr vegur í Berufirði verði lagður yfir leirur innst í firðinum við Staðareyri og vonast oddvitinn til að vegagerðin hefjist á næsta ári. „Þannig að það verði hægt að fara í útboð strax á næsta ári vegna þess að þetta er algert ófremdarástand á þessum vegarkafla enda er hann mikið ekinn.“Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stytting um þrjá og hálfan kílómetra fæst með þessari nýju veglínu. Oddvitinn telur ljóst að hún verði dýrari en framlög geri ráð fyrir. Djúp leirlög séu jafnframt áskorun. „Við vonum bara að Vegagerðin ráði fram úr því og þetta verði klárað á sem skemmstum tíma og mögulega hægt er. Vegna þess að þetta er algerlega óviðunandi fyrir alla að hafa veginn með þessum hætti,“ segir Andrés. Langþráður áfangi næst þegar verkinu lýkur; unnt verður að komast hring um Ísland á samfelldu malbiki, - þó með því að fara út af hringveginum á kafla og þræða austfirsku firðina. Það eru hins vegar engar fjárveitingar fyrirsjáanlegar til að ljúka uppbyggingu hins eiginlega hringvegar, þjóðvegar númer 1 um Breiðdalsheiði. Í tillögu að samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vor, er aðeins gert ráð fyrir fjármunum í Berufjarðarbotn og efsta hluta Skriðdals til ársins 2019 en engu í hringveginn um Breiðdalsheiði. Tengdar fréttir Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Unnt verður að aka hring um Ísland á malbiki eftir þrjú ár, ef áform Vegagerðarinnar ná fram að ganga um að endurbyggja þjóðveginn um Berufjarðarbotn. Sjálfur hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun þó vart klárast þennan áratuginn. Tveir kaflar á hringveginum eru enn ómalbikaðir, báðir á Suðausturlandi, annar í botni Berufjarðar en hinn milli Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Þar er lengsti malarkafli hringvegarins, 25 kílómetra langur, en malarkaflinn í Berufirði er 8 kílómetra langur. Í vor tókst að leysa langvarandi deilur heima í héraði um hvar vegurinn eigi að liggja um Berufjarðarbotn og hafa landeigendur nú sameinast um eina veglínu sem Djúpavogshreppur hefur fallist á. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir verkið inni á fjögurra ára samgönguáætlun og gert ráð fyrir fjármunum þegar á næsta ári. „Þanng að ég sannarlega vona það að þetta skipulagsferli, sem nú er í gangi, geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir Andrés. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að nýr vegur í Berufirði verði lagður yfir leirur innst í firðinum við Staðareyri og vonast oddvitinn til að vegagerðin hefjist á næsta ári. „Þannig að það verði hægt að fara í útboð strax á næsta ári vegna þess að þetta er algert ófremdarástand á þessum vegarkafla enda er hann mikið ekinn.“Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stytting um þrjá og hálfan kílómetra fæst með þessari nýju veglínu. Oddvitinn telur ljóst að hún verði dýrari en framlög geri ráð fyrir. Djúp leirlög séu jafnframt áskorun. „Við vonum bara að Vegagerðin ráði fram úr því og þetta verði klárað á sem skemmstum tíma og mögulega hægt er. Vegna þess að þetta er algerlega óviðunandi fyrir alla að hafa veginn með þessum hætti,“ segir Andrés. Langþráður áfangi næst þegar verkinu lýkur; unnt verður að komast hring um Ísland á samfelldu malbiki, - þó með því að fara út af hringveginum á kafla og þræða austfirsku firðina. Það eru hins vegar engar fjárveitingar fyrirsjáanlegar til að ljúka uppbyggingu hins eiginlega hringvegar, þjóðvegar númer 1 um Breiðdalsheiði. Í tillögu að samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vor, er aðeins gert ráð fyrir fjármunum í Berufjarðarbotn og efsta hluta Skriðdals til ársins 2019 en engu í hringveginn um Breiðdalsheiði.
Tengdar fréttir Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37
Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01
Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11