„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2015 20:43 Vísir/BÞS Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans. Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans.
Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45