Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2015 14:53 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Hér sjást Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoða sig um í Kauptúni. Vísir/Stefán Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira