Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2015 14:53 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Hér sjást Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoða sig um í Kauptúni. Vísir/Stefán Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira