Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2015 14:53 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Hér sjást Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoða sig um í Kauptúni. Vísir/Stefán Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira