Erlent

131 fórst í loftárásum á brúðkaupsveislu í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður hers Sádi-Arabíu hafnar því að herinn beri ábyrgð á umræddri árás.
Talsmaður hers Sádi-Arabíu hafnar því að herinn beri ábyrgð á umræddri árás. V'isir/AFP
Fjöldi þeirra sem fórust í loftárásinni sem gerð var á brúðkaupsveislu í Jemen í gær er nú kominn í 131. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og jemenskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Í frétt BBC kemur fram að skotið hafi verið á tvö tjöld í þorpi nærri hafnarborginni Mocha sem stendur við Rauðahaf. Maður með tengsl við uppreisnarsveitir Húta var þar að halda upp á brúðkaup sitt.

Talsmaður hers Sádi-Arabíu hafnar því að herinn beri ábyrgð á umræddri árás, en Sádar hafa gert fjölmargar loftárásir á skotmörk Húta síðustu mánuði.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að ekki verði hægt að binda enda á stríðsástandið í landinu með hernaðaraðgerðum.

Um fimm þúsund manns, þar af 2.355 óbreyttir borgarar, hafa farist í loftárásum og átökum í Jemen frá 26. mars, þegar Hútar neyddu forseta landsins til að flýja land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×